Blik - 01.06.1972, Side 83
Halldór Guðjónsson, skólastjóri, og samkennarar hans. Aftari röð frá vinstri: 1. Lýðar
Brynjólfsson, 2. Loftur Guðmundsson, 3. Friðrik Jesson, 4. Sigríður Arnadóttir, 5. Karl
Guðjónsson, 6. Séra Jes A. Gíslason, 7. Arni Guðmundsson, 8. Steingrímur Benediktsson.
Fremri röð frá vinstri: 1. Arnbjörn Sigurgeirsson, 2. Viktoría Guðmundsdóttir, 3. Halldór
Guðjónsson, 4. Katrín Gunnarsdóttir, 5. Helgi Þorláksson. Myndin er tekin vorið 1940.
(Sjá Kennaratal á Islandi).
hóf og segja aðeins það, sem við átti
og segja það á einfaldan hátt ...
Hélt hann sér ekki fast við kennslu-
bækurnar, en var tamt að leiða nem-
endur með sér í anda um ríki hins
daglega lífs, ríki náttúru, sögu og
landa og íhuga sitt af hverju á því
mikla sviði. Af þessu öllu urðu
kennslustundir hans hvort tveggja í
senn, skemmtilegar og fróðlegar, svo
að ekki mun ofmælt að telja hann af-
burða kennara, meðan heilsa og
kraftar leyfðu.
En hæfileikar Páls voru margþætt-
ir. Auk kennslunnar hafði hann full
19 árin á hendi stjórn barnaskólans
hér, sem allan þann tíma hefur verið
einn af stærstu skólum landsins. Var
sú stjórn hans rækt af einstakri trú-
mennsku og festu. Hygg ég, að hon
um hafi tekizt óvenju vel að gera þar
hið bezta fyrir alla aðila. I allri hans
stjórn var velferð barnanna agtíð
fyrst. Samstarf hans við kennarana
var hið ákjósanlegasta, og samstarf
hans við skólanefnd, fræðslumála-
stjóra og bæjarstjórn stjórnaðist ætíð
af sömu eiginleikunum, fyrst og
BLIK o
81