Blik - 01.06.1972, Qupperneq 91
anfarin 12 ár og þingmaður Skaft-
fellinga 4 ár (1869—1873).
Arangurinn af viðræðum hins
enska lávarðar við prestinn varð sá,
að séra Páll kveður frænda sinn, Pál
barnakennara Pálsson til fylgdar við
Englendinginn. Prestur þekkti bezt
dugnað Páls kennara, ferðahæfni
hans og hestamennsku, en án góðra
hesta yrði þessi jökulferð trauðla
farin. Fleiri menn þurfti til fararinn-
ar, og voru þeir ráðnir í samráði við
prestinn og Pál kennara.
Jökulferðin hófst frá Núpstað 12.
ágúst (1874). Brátt efldist traust hins
enska ferðagarps á Páli ferðafélaga
sínum, svo að gagnkvæmt traust
ríkti milli þessara manna.
Þetta var fyrsta ferð yfir Vatna-
jökul, svo að skráanleg kynni væru
af, enda þótt sögusagnir væru þá enn
lífs í Austur-Skaftafellssýslu um ferð-
ir Norðlendinga suður yfir jökulinn,
er þeir stunduðu sjó á vertíðum suð-
ur í Suðursveit um langar aldur. Það
var á miðöldum hinum síðari.
Daginn eftir að ferðin hófst, eða
13. ágúst, komu ferðagarparnir að
felli nokkru, sem stendur þar í jökl-
inum. Það hreykti sér þar upp úr
snæbreiðunni miklu. Þetta fell kaus
Mr. Wats að kenna við hinn ötula
og trausta ferðafélaga sinn, og kall-
aði Pálsfell. Svo heitir það síðan.
Pálsfell er í hánorður frá hænum
Kálfafelli og er 1335 m hátt.
Þeir héldu nú norður fyrir Páls-
fell vongóðir um sigur og sæld að
leiðarlokum. En ferð þessi fór á
annan veg. Norður á jöklinum, ekki
ýkjalangt norður af Pálsfelli, áttu
þeir við farartálma og hættulega erf-
iðleika að stríða, sem þeir uppgötv-
uðu þá, að þeir væru ekki menn til að
sigrast á sökum vanbúnaðar. Sá van-
búnaður stafaði af ókunnugleika á
ferðalögum um þessar hættuslóðir.
Það varð að ráði á milli þeirra
ferðafélaganna, að þeir skyldu snúa
aftur og ekki hætta á lengri jökul-
ferð að því sinni, heldur búa sig
betur út til annarra Vatnajökulsferð-
ar næsta sumar (1875).
Áður en þeir félagar skildu, af-
réðu þeir að stefna að Vatnajökuls-
ferð næsta sumar (1875). Skyldi þá
allur undirbúningur byggður á þeirri
reynslu, er þeir höfðu hlotið á ferð
sinni um sumarið norður fyrir Páls-
fell.
Haustið 1874 verður það að ráði,
að Páll Pálsson flyzt til Vestmanna-
eyja og gerðist þar barnakennari.
Eins og ég drap á, fékk hann inni
í tómthúsinu Jómsborg, því að þar
var dálítið húsrými laust, eftir að
Gísli verzlunarstjóri Engilbertsson
flutti úr húsi þessu um vorið í verzl-
unarhúsin á Tanganum, verzlunina
Júlianehaab, þar sem hann gerðist
þá verzlunarstjóri. I Jómsborg hjó
Páll kennari þennan vetur (1874—
1875), og líkindi eru til þess, að
þarna hafi hann einnig stundað
kennslustörfin, svo lítið sem var um
hæfilegt húsnæði til skólahalds í
byggðinni.
Aðeins hinir efnaðri feður í Eyj-
um gátu kostað börn sín í skólann
hjá Páli. Ástæða er til að ætla, að
BLIK
89