Blik - 01.06.1972, Side 94
Annað veifið dvaldist Páll Pálsson
utan heimilis síns, leitaði sér atvinnu
utan Seyðisfjarðar, jafnvel suður á
Reykjanesi.
Anna kona Páls lézt árið 1897. —
Eftir andlát húsfreyjunnar leystist
heimilið upp, og yngstu börnunum
var komið í fóstur til skyldmenna eða
vandamanna. T. d. var tveim börnun-
um komið í fóstur norður í Vopna-
fjörð eftir fráfall móðurinnar. Hvað
varð svo um föður barnanna. Erfitt
er að komast að því sanna í þeim
efnum. Drykkj usakapurinn olli því,
að þessi gáfaði dugnaðarmaður, Páll
Pálsson jökulfari, fór gjörsamlega í
hundana eins og svo mörg átakanleg
dæmin gerast enn á landi okkar Is-
landi. Árið 1898, árið eftir að frú
Anna dó, segir í kirkjubók sóknar-
innar, að Páll Pálsson sé farinn „á
Fjöll“, eftir að hann hafi dreift börn-
unum út um hvippinn og hvappinn,
en börn þeirra hjóna urðu sex tals-
ins.
Eftir fráfall eiginkonunnar mun
Páll Pálsson jökulfari, eins og hann
nefndi sig oft sjálfur, hafa haft ofan
fyrir sér með ferðamennsku á sumr-
um og barnakennslu í einhverri mynd
á vetrum.
Árið 1903 flyzt hann að Eyvind-
arhólum undir Eyjafjöllum og síðan
að Hlíð til Páls bónda, hálfbróður
síns. Á árunum 1905—1908 á Páll
jökulfari heima á Höfðabrekku í
Hvammshreppi. Er hann þá öðrum
þræði a. m. k. sýsluskrifari hjá Rjörg-
vin sýslumanni Vigfússyni. •— Síðar
gerðist hann aftur heimiliskennari
hjá bróður sínum í Hlíð og andaðist
þar 21. júlí 1912.
Börn hjónanna Páls og Onnu voru
þessi:
1. Guðrún Friðrikka, sem giftist
Sigmundi Jónssyni Long trésmið í
Vestmannaeyjum. Þau skildu. Eftir
það dvaldist Guðrún Pálsdóttir um
árabil austur á Nesi í Norðfirði og
mun hafa andast þar 13. maí 1916.
2. Sigbjörn, fæddur 15. desember
1878. Dó ungbarn.
3. Einar Árni Páll, fæddur 9.
apríl 1880. Lézt árið 1899.
4. Guðlaug Sigríður, fædd 19.
október 1885. Húsfreyja í Reykja-
vík. Lézt 1945.
5. Júlíus, fæddur 29. nóvember
1886, búfræðingur að menntun og
bóndi á Karlsstöðum í Arnarfirði og
síðar í Austmannsdal í sömu sveit, að
mér er tjáð.
6. Lára Magnea, fædd 2. nóvem-
ber 1892, húsfreyja í Reykjavík, gift-
ist Þorsteini Sigurðssyni trésmíða-
meistara.
Tvö börn hjónanna létust korn-
börn.
Árið 1902 eignaðist Páll jökulfari
son með Guðlaugu Ólafsdóttur vinnu-
konu á Heiði í Mýrdal. Það er Páll
Pálsson hinn kunni myndar- og merk-
isbóndi að Litlu-Heiði í Mýrdal.
Lýsing á Páli Pálssyni jökulfara:
„Föngulegur, svarthærður, mikill
yfir sig, greindur og léttur í máli,
en vínhneigður og fremur staðfestu-
lítill.“
Frú íngunn Jónsdóttir frá Kornsá
skrifar: „Hann kom ævinlega á nótt
92
BLIK