Blik - 01.06.1972, Page 98
Margrét Gunnlaugsdóltir og SigurSur Þorleifsson í Hruna.
ingar vorum og erum á menningar-
sviðinu.
Við hjónin bjuggum í Háagarði,
sem er frá fornu fari ein af Vilborg-
arstaðajörðunum, en þær eru átta,
svo sem ýmsum er kunnugt. Þangað
fluttum við vorið 1935, þegar við
urðum að láta frá okkur húseignina
Brekku við Faxastig (nr. 4), sem við
höfðum þá fest kaup á fyrir þrem ár-
um. Við gátum ekki staðið í skilum
með greiðslur af húsinu þrátt fyrir
staka reglusemi í hvívetna og látlaust
starf.
Hvernig var svo samstarfi okkar
Sigurðar í Hruna varið á vori
hverju?
Oðrum þræði a. m. k. hafði Sig-
urður það að atvinnu vissan tíma úr
árinu að vera ökumaður. Hann átti
vagnhest og kerru, — líka forarvagn.
I honum ók hann „skarni á hóla“,
eins og sagt er í Njálu um bóndann
á Bergþórshvoli. Það var nú einmitt
það, sem Sigurður í Hruna gerði fyr-
ir mig austur í Háagarði. Hann ók
skarninu, húsdýraáburðinum, und-
an þrem kúm okkar á túnið, Háa-
garðstúnið, og ég „þvoði út“ eins
og sú athöfn var kölluð manna á milli
í daglegu tali.
Við Sigurður Þorleifsson áttum
ýmislegt sameiginlegt. Það var t. d.
af okkur fnykur, þó ekki forarlykt
utan vinnustundanna við vinnsluna
á túninu, en fnykur samt, — pólitísk-
ur óþefur. Sigurður var þó miklu
róttækari en ég, enda ofureðlilegt,
þar sem hann var gæddur hetjulund
og fann mun meir til rangsleitninnar,
96
BLIK