Blik - 01.06.1972, Side 100
1939. SigurSur kvaðst hafa tekið
þetta blaS meS sér um morguninn til
þess aS sýna mér fréttaklausu í því,
ef blaðið kynni að hafa farið fram
hjá mér, þegar það var selt á götum
kaupstaðarins. — Onei, onei, ég
hafði séð þessa fréttaklausu, sem
bæjarfulltrúar minni hlutans höfðu
hirt þarna almenningi. Eg leyfi mér
að birta hér þessa fréttaklausu orð-
rétta úr Eyjablaðinu, svona til þess
að gefa lesendum mínum eilitla hug-
mynd um viðhorf og skoðanir ráð-
andi manna hér þá um skólastarf og
fræðslumál yfirleitt. Nöfnum þeim,
sem nefnd eru í fréttaklausunni,
breyti ég til hlífðar hinum nánustu.
Það eru nöfn á tveim bæjarfulltrú-
um hins alvalda meirihluta þá í stjórn
kaupstaðarins og byggöarlaginu í
heild.
Fréttaklausu þessa kölluðu útgef-
endur eða ritstjórar Eyjablaðsins
„Gagnfræðaskólinn og íhaldsmeiri-
hlutinn", og hún hljóöaöi á þessa
leið:
„Börnin okkar verða voldug þá,
þótt vitiS skorti; náSin guSs þau leiSir.
Þorsteinn Erlingsson.
A bæj arstj órnarfundi 6. þ. m. gekk
Klúton Karlsson (bæjarfulltrúi),
fram fyrir skjöldu um það að láta
skerða sem mest framlög til gagn-
fræöaskóla kaupstaðarins eða svo
þúsundum króna skipti og hnekkja
þannig vexti skólans og viðgangi.
Samkvæmt lögum ber skólanum víst
framlag úr bæjarsjóði í hlutfalli við
nemendafj ölda. Þessi lög virti íhalds-
meirihlutinn að engu og samþykkti
að veita til skólans tæpum 4 þúsund-
um minna framlag en lögin ákveða,
og brutu þeir þannig lög á skólanum.
Platon Jóakimsson (bæjarfultrúi)
gerði grein fyrir atkvæði sínu með
þessari árás á skólann á þá leið, að
„nemendur gagnfrœðaskólans vœru
lítilmótlegar persónur, sem aldrei
virtust cetla að verða til nokkurra
nota í atvinnulífi bœjarfélagsins.
Einnig fullyrti þessi bœjarfulltrúi í-
haldsins, að kennarar skólans van-
rœktu uppeldið á unglingunum, þar
sem þeir fœru aldrei með þá í beitu-
skára bœjarins til þess að kenna þeim
að beita. Þvílíkur emdemis Platon!“
(—Leturbreytingin er mín. Þ.Þ.V.).
— Svo mörg voru þau orð.
Þessa fréttaklausu í Eyjablaðinu
las Sigurður ökumaður upp í heyr-
anda hljóði og var býsna alvarlegur,
fannst mér. Ég hló hjartanlega. Þá
undraðist hann og spuröi, hvernig
ég hefði hugsað mér að bregðast við
samþykkt þessari, því að fjórar þús-
undir króna var mikið fé árið 1939.
Ég tjáði mínum áhyggjufulla vel-
vildarmanni, að ég léti öll fjármál
skólans vaða á súðum þetta ár vegna
samþykktarinnar, þó að öll slík fjár-
málamennska væri mér óeðlileg og
hvimleið. Neiti þeir að greiða reikn-
inga skólans, sprettur af því opin-
bert hneykslismál, sem þeir óska ekki
eftir, því að framlag bæjarsjóðs til
reksturs skólanum er bundið ákvæð-
um gildandi landslaga og er afráðiö
í samræmi við nemendafjöldann.
Þeir munu því sjá sér vænzt að lúta,
þola og þybbast við á annan veg.
98
BLIK