Blik - 01.06.1972, Qupperneq 101
Þeir vilja fá að níðast á skólastarfi
mínu í kyrrþey.1
Við þetta svar mitt undi Sigurður
Þorleifsson vel og við tókum upp létt-
ara hjal á milli þess, sem við unn-
um af kappi. Ekkert gat skyggt á til-
veru okkar við foraráburðinn þarna
á Háagarðstúninu.
Þannig leið dagurinn fram að
nóni. Þá veittist okkur kaffið, nón-
kaffið.
Sigurður lét hestinn bíta, meðan
við gæddum okkur á því, sem okkur
var fært, en við kusum að drekka
kaffið úti á túni, drekka það þar í
sólskininu og blíðunni.
Þegar við höfðum rennt niður síð-
asta sopanum, bar góðkunningja að
garði. Það var aldraður nágranni,
fyndinn og spaugsamur. Við gleymd-
um tímanum um sinn, svo að kaffi-
tíminn varð í lengsta lagi, enda þurfti
hesturinn líka að njóta gestrisni og
bíta grasið sér til næringar og fylli.
Við gáfum okkur því góðan tíma og
reyndum eftir mætti að kreista
skringilegar frásagnir upp úr komu-
manni. — I reynd var hér ekki neitt
að kreista, því að gesturinn okkar
hafði sjálfur hið mesta yndi af að
segja frá og skemmta öðrum með
meinlausum skrítlum sínum og kynja-
sögum. Því miður hef ég gleymt flest-
1 Orð þeirra og álit á gildi skólans og
getu var þá æðsti dómur í kaupstaðnum.
Fræðslumálastjórnin hafði þá ekki gert
neina rannsókn á starfinu og borið það
saman við árangur annarra skólamanna í
fræðslustarfi. Sá samanburður fékkst að
2—3 árum liðnum. Verður komið að þeirri
niðurstöðu í Bliki síðar.
um kynjasögunum hans. Þó loða
nokkrar enn í minninu.
Hér kemur ein svona nokkurn veg-
inn orðrétt:
Nú hefur Sibba sæta sagt skilið við
hann Halla hengilmænu. Það sem hún
hefur látið bóka í doðrant bæjarfó-
getaembættisins í því sambandi hef-
ur vakið mikinn hlátur hinna borða-
lögðu og nánustu kunningja þeirra.
Gestur okkar kvaðst vera einn af
hinum allra nánustu og hló mikið.
Hann kvaðst sjálfur hafa lesið bók-
unina, svo að ekki væri um að vill-
ast. Þá trúðum við Sigurður auð-
vitað allri frásögninni eins og nýju
neti, og forvitni okkar jókst nú um
allan helming, fyrst gesturinn hafði
lesið sjálfur bókunina!
Sibba sæta lét bóka, að hún hefði
jafnan liðið við það í hjónabandinu,
hversu Haraldur eiginmaður hennar
hefði alltaf vanrækt það, sem hún
kallaði helgustu hj ónabandsskylduna.
Loks kvaðst hún hafa saumað sér
eldrauðan náttkjól, því að hún vissi,
að eiginmaðurinn tilbað rauðan
fána og elskaði valdhafann Stalín.
Ekki vildi hún neita því, að rauði
litur náttkjólsins hefði lífgað hengil-
mænuna eilítið upp fyrstu kvöldin,
sem hún kom upp í til hans í fagur-
rauða náttkjólnum, en aðeins fyrstu
kvöldin. — Þegar svo eiginmaður-
inn var lagstur fyrir eitt kvöldið eft-
ir langvarandi dauðyflahátt, brá
Sibba sæta sér hálfnakin í náttkjól-
inn og lék svo allskyns fótamennt
ballettkvenna fyrir framan rúmstokk-
inn hans og sendi honum um leið
BLXK
99