Blik - 01.06.1972, Page 103
En viti menn: Þegar ég nú er að
ljúka við að vélrita þessa frásögn um
vinnu okkar Sigurðar og slór á tún-
inu, kemur ein af sögum gestsins enu
fram í bugskot mitt og minni.
Það gerðist, áður en Afengissala
ríkisins eignaðist hér útsölu, sagði
komumaður og spýtti mórauðu. Átta-
tíu og tveggja ára gamall öldungur,
sem hér hafði lengi dvalizt, kom inn
á póstafgreiðsluna í kaupstaðnum og
spurðist fyrir um það, hvort hann
ætti nokkra kröju. „Enga,“ sagði af-
greiðslustúlkan. „Eiga þá strákarnir
ekki kröfur?“ spurði öldungurinn.
„Enga heldur,“ svaraði afgreiðslu-
stúlkan. „Strákarnir“ voru gamlir
drykkjubræður öldungsins, annar 79
ára, hinn hálf áttræður. Afgreiðslu-
stúlkan var öllum hnútum kunnug.
Sigurður Þorleifsson var Vestur-
Skaftfellingur, fæddur á bænum Á í
Síðuhreppi 16. ágúst 1886. Jörðin Á
skammt austan við Skaftá, er land-
námsjörð Leiðólfs kappa og stór-
bónda ,sem einnig átti bú á Leiðólfs-
stöðum undir Leiðólfsfjalli (Land-
náma).
Foreldrar Sigurðar voru hjónin á
Á, Þorleifur bóndi Guðmundsson og
Sigríður húsfreyja Sigurðardóttir.
Á þrítugsaldrei leitaði Sigurður
sér atvinnu suður á Reykjanesi, vann
þar á vetrarvertíðum og breytti svo
til veturinn 1913 og vann þá á vertíð
í Vestmannaeyjum. Hingað kom
hann sunnan af Miðnesi. Á sumr-
um leitaði hann sér atvinnu á Aust-
fjörðum eins og svo margur Sunn-
lendingurinn á fyrsta og öðrum tug
20. aldarinnar.
Margrét Vigdís Gunnlaugsdóttir
var Eyfirðingur, fædd að Uppsölum
í Svarfaðardal 6. jan. 1898, clóttir
hjónanna þar, Gunnlaugs bónda Páls-
sonar og Unu húsfreyju Jóhannes-
dóttur. Snemma var Margrét Gunn-
laugsdóttir látin leita sér atvinnu
burt frá heimili sínu, svo sem algengt
var, þar sem þröngt var í búi. Á ver-
tíð 1917 mun hún fyrst hafa unnið í
Vestmannaeyjum þá 19 ára gömui.
Á sumrum fór hún í kaupavinnu til
Austfjarða. Þaðan kom hún a. m. k.
til Eyja haustið 1917 og vann þar þá
vertíð.
Sumarið 1920 voru þau bæði í
kaupavinnu austur á Fáskrúðsfirði,
Margrét og Sigurður, og felldu þau
þá hugi saman. Komu suður um
haustið í brennandi ást og með hina
björtustu framtíðardrauma, sem
verða skyldu að veruleika í Vest-
mannaeyjum, þar sem útvegurinn
fór vaxandi ár frá ári.
Þau hófu búskap um haustið og
fengu leigða íbúð að Reynifelli við
Vesturveg. Þar fæddist þeim fyrsta
barnið árið eftir. Hlaut það nafn
móðurföður síns og var því skírt
Gunnlaugur. Sveinninn fæddist 20.
maí 1921.
Næstu fimm árin bjuggu þau Sig-
urður og Margrét á þrem stöðum í
bænum, í Nikhól (nr. 38 við Há-
steinsveg), á Eiðum (nr. 9 C við
Kirkjuveg) og í Sjávarborg, sem var
lítið íbúðarhús vestur af Sveinsstöð-
um við Njarðarstíg.
BLIK
101