Blik - 01.06.1972, Page 104
Árið 1927 festu þau Sigurður og
Margrét kaup á húseigninni Hruna
(nú nr. 9 B við Miðstræti) og
bjuggu þar síðan, meðan lífið ent-
ist þeim. Húseignin Hruni var þá orð-
in 20 ára gömul, er þau keyptu hana.
Sigurður Þorleifsson og Margrét
Gunnlaugsdóttir eignuðust saman
níu börn:
1. Gunnlaugur, f. að Reynifelli við
Vesturveg 20. maí 1921.
D. 29. nóv. 1963.
2. Sigríður, f. í Nikhól við Háteigs-
veg 22. júní 1922.
3. Una G. Rósamunda, f. að Eiðum
við Kirkjuveg 6. ágúst 1923.
4. Margrét, f. 3. febr. 1924 í Sjávar-
borg við Njarðarstíg eða Sjó-
mannasund.
5. Fjóla, f. 17. ágúst 1928 í Hruna
við Miðstræti.
6. Pálína, f. 22. okt. 1929 í Hruna.
7. Eiríkur, f. 31. jan. 1931 í Hruna.
8. Oddný Sigurrós (Rósa), f. 1. okt.
1933 í Hruna.
9. Einara, f. 17. jan. 1936 í Hruna.
Vorið 1918 hafði Margrét Gunn-
laugsdóttir eignast dreng, sem ólst
upp í Hruna hjá móður sinni og
stjúpa. Heitir hann Pétur Sveinsson
og er nú leigubifreiðarstjóri í Reykja-
vík.
I fyllingu tímans kvæntist Gunn-
laugur Sigurðsson og átti með konu
sinni fimm börn. Hún lézt 20. nóv.
1954. Þá var elzta barn þeirra hjóna
10 ára og yngsta barnið tveggja ára.
Auðvelt er að gera sér í hugarlund
alla þá erfiðleika, sem fráfall eigin-
konu Gunnlaugs olli fj ölskyldunni í
Hruna. I allri sinni fátækt tóku
hjónin öldruðu tvö af börnunum í
forsjá og á framfærslu. Hin dreifð-
ust. Þegar v/s Hólmanes fórst 29.
nóv. 1963, drukknaði Gunnlaugur
Sigurðsson, sem var háseti á skipinu.
Þá voru börn hans enn á æskuskeiði.
Samheldni þessarar fjölskyldu,
fórnarlund foreldranna og barnanna,
systkina Gunnlaugs heitins, og svo
samúðarríkur vinahópur gerði
skyldu sína til hins ítrasta, svo að
allt bjargaðist af.
Oðrum þræði stundaði Sigurður
Þorleifsson hina svokölluðu eyrar-
vinnu. Lengst af höfðu Sigurður og
Margrét í Hruna eina kú og nokkrar
kindur frá ári til árs. Það var þeim
mikill stuðningur við framfærslu
hins stóra barnahóps, ekki sízt á
kreppuárunum, þegar öll börnin voru
í ómegð.
Og ekki skal fjöður dregin yfir
það, að ýmsir Eyjabúar réttu fjöl-
skyldu þessari hjálparhönd, þegar
sárast svarf að. Tel ég rétt að nefna
þar ein hjón sérstaklega. Þau voru
ein af nágrannahjónunum, frú Anna
Jesdóttir og Óskar Kárason, bygg-
ingarfulltrúi, hjónin á Sunnuhól.
„Marga máltíðina borðaði ég þar,“
sagði eitt Hrunabarnanna við mig
núna á dögunum.
Ekki létu Hrunahjónin eftir liggj a
skyldur sínar gagnvart sínum nán-
ustu. Síðustu æviárin dvaldist móðir
Sigurðar, Sigríður Sigurðardóttir,
fyrrum húsfreyja á Á, hjá þeim
hjónum í Hruna, þrátt fyrir hina
102
BLIK