Blik - 01.06.1972, Page 115
6. SigurSur Scheving frá Hjalla
(tromba).
7. Kristinn Friðriksson frá Látrum
(cornet).
8. Guðjón Gíslason frá Uppsölum
(tromba).
9. Hreggviður Jónsson frá Hlíð
(alt).
10. Þorsteinn Lúther Jónsson, til
heimilis í Suðurgarði, námsm.,
síðar prestur (alt).
11. Jóhannes Gíslason frá Eyjarhól-
um (alt).
12. Jóhannes Bynjólfsson frá Odda
(tenor).
13. Stefán Jónsson, verkamaður frá
Sigtúni (tenor).
14. Ólafur Björnsson frá Kirkju-
landi (tenor).
15. Olafur A. Kristjánsson frá Heið-
arbrún (tenor).
16. Jón Rafnsson, til heimilis að
Löndum (tenorbásúna).
17. Ragnar Benediktsson frá Borgar-
eyri í Mjóafirði eystra (tuba).
18. Guðmundur Helgason frá Stein-
um (tuba).
19. Eyjólfur Ottesen frá Dalbæ
(tromba).
20. Jón Þorleifsson, Hlíð (bassa-
trumba).
21. Hafsteinn Snorrason frá Hlíðar-
enda (es piston).
22. Kristinn Jónsson frá Mosfelli
(cornet).
23. Benedikt Friðriksson, skókaup-
maður, Þingvöllum við Njarðar-
stíg (tromma).
Öll þessi húsanöfn og heimili eru
kunn í Eyjum frá fyrstu 2—3 áratug-
um aldarinnar og nokkur þeirra til
þessa dags.
Gísli Finnsson hafði á æskuskeiði
í Borgarnesi æft hornablástur hjá
Hallgrími Þorsteinssyni organista
þar og hljómsveitarstjóra. Gísli átti
því drýgstan þátt í því, að Hallgrím-
ur Þorsteinsson fékkst til þess að
dveljast hér í Vestmannaeyjum nokk-
urn hluta úr fjórum sumrum og
kenna piltunum á lúðrana og æfa þá.
Vorið 1925 fluttist Hallgrímur
Þorsteinsson fyrst frá Reykjavík til
Vestmannaeyja. Brátt tók hann að
sér að stjórna lúðrasveitinni og vann
ötullega að æfingum og viðgangi
hennar allt sumarið. Lúðrasveitin
tók þá miklum og góðum framförum,
enda var Hallgrímur mjög þjálfaður
hlj ómsveitarstj óri og víðkunnur fyr-
ir ágæti sitt í starfinu. Hann hvarf úr
Eyjum haustið 1925, eins og ráð
hafði verið fyrir gert.
Vorið 1926 kom hann aftur til
Eyja til þess að æfa og stjórna lúðra-
sveitinni. Bættist þá vel við starfs-
krafta lúðrasveitarinnar, svo að um
munaði. Þá áskotnaðist henni líka
nýir lúðrar frá Þýzkalandi. Þeir
kostuðu kr. 4000,00. Það fé var að
mestu leyti tekið að láni um stundar-
sakir.
Þessir 23 „lúðurþeytarar“, sem ég
hef hér talið upp, voru að sjálfsögðu
mismunandi lengi virkir starfskraftar
í lúðrasveitinni. Sumir voru öll ár
hennar áhugasamir félagar, svo sem
bræðurnir Oddgeir og Olafur Krist-
jánssynir, Gísli Finnsson, Ólafur
BLIK 8
113