Blik - 01.06.1972, Síða 116
Björnsson, Ragnar Benediktsson,Eyj -
ólfur Ottesen og Jón Þorleifsson.
Aðrir voru þar virkir félagsmenn
færri ár og sumir mjög stuttan tíma.
Eins og hinar fyrri lúðrasveitir í
Eyjum, var þessi hin þriðja Lúðra-
sveit Vestmannaeyja alltaf á hrak-
hólum með húsnæði til æfinga. Tölu-
verðan hluta úr ævinni varð hún að
notast við króarloftvestur við Strand-
veg í kulda þar og óvistlegum húsa-
kynnum. Um sinn fékk hún inni í
skóverzlun trommuleikara síns, Bene-
dikts Friðrikssonar, sem rak skó-
verzlun sína í húseigninni Þingvöll-
um. Líka kom það fyrir, að Lúðra-
sveitin varð að hýrast inni á skóverk-
stæði trommuleikarans í sama húsi.
Veturinn 1928 vaknaði sú hug-
sjón með lúðrasveitarpiltunum að
byggja hljómskála í kaupstaðnum.
Þessi hugsjón magnaðist og varð að
brennandi áhugamáli. Þeir efndu oft
til skemmtana á vertíðinni og fram á
vor 1928, bæði í Goodtemplarahúsinu
og Nýjabíó (Vestmannabraut 28)
til tekna byggingarsjóði sínum. Einn-
ig efndu þeir til hlutaveltu í sama
tilgangi. Allt gekk þetta fjársöfnunar-
starf þeirra vel og stundum með af-
brigðum vel, því að Eyjabúar skildu
vel þessi áhugamál piltanna, skiidu
vel, hversu skórinn kreppti að um
viðunandi húsnæði handa lúðrasveit-
inni. Eyjabúar sóttu því vel skemmt-
anir þeirra, og svo gáfu þeir ótrauð-
ir hluti á hlutavelturnar, ekki sízt
verzlunareigendurnir. Einn af lúðra-
sveitarpiltunum hefur tjáð mér, sem
þetta skrifar, að eftir eina hlutavelt-
una með dansskemmtun jafnframt,
hafi hreinn ágóði reynzt kr. 1800,00,
en átján hundruð krónur voru tals-
verðir peningar árið 1928.
Fyrst fékk Lúðrasveit Vestmanna-
eyja byggingarlóð við Skólaveg í
námunda við Grundarbrekku (nr.
11), en einhvern veginn varð ekkert
úr því, að byggt yrði þar. — Síðar
sama ár var Lúðrasveitinni afráðin
lóð við Hvítingaveg (nr. 10), og þar
hófust byggingarframkvæmdir sum-
arið 1928. Vitaskuld unnu piltarnir
sjálfir mest að byggingunni. Þeir
grófu og steyptu. Og það var mikið
erfiði, því að engin voru tækin þá í
kaupstaðnum til að grafa með nema
rekan og hakinn ,og engin tök á að
hræra steypu nema á „bretti“ með
sementsrekunum. Handleggirnir og
bakið voru þeir hlutar líkamans, sem
mest reyndi á við strit þetta. — Og
áfram þokaðist verkið. Þeir megn-
uðu að steypa upp hljómskálann
sinn um haustið. Þetta var dálítið
sérkennilegt hús með bogadregnum
gluggum. Olafur A. Kristjánsson frá
Ileiðarbrún, einn af ötulustu félög-
unum þeirra, gerði teikninguna að
húsinu. Hann átti þá eftir að gera
mjög margar húsateikningar fyrir
Eyj abúa.
Þeir múrhúðuðu húsið utan og
innan án allrar einangrunar. Húsið
reyndist þess vegna kalt og rakasamt,
þó að þar væri kolaofn til kyndingar.
Það tjá mér kunnugir, að Ólafur
A. Kristjánsson og Jóhannes Brynj-
ólfsson, hafi verið framkvæmdaraflið
við byggingu þessa, krafturinn í
114
BLIK