Blik - 01.06.1972, Blaðsíða 117
Lúðrasveit Vestmannaeyja, stödd á íþróttamóti að Lambey í Fljótshlíðarhreppi 3. júlí
1928. Frá Hœgri: Þorsteinn Sigurðsson jrá Blátindi, Jóhannes Brynjólfsson frá Kirkju-
landi, Jóhannes Gíslason jrá Eyjarhólum, Sigurður S. Scheving frá Hjalla, Oddgeir Kristj-
ánsson frá Heiðarbrún, Olafur A. Kristjánsson frá Heiðarbrún, Eyjólfur Ottesen frá Dal-
bœ (framan við O. A. K.), Hallgrímur t>orsteinsson, hljómsveitarstjóri og tónskáld, Haf-
steinn Snorrason frá Hlíðarenda, Hreggviður Jónsson frá Hlíð, Kristinn Friðriksson frá
Látrum. Öll heimilin eru kunn í Eyjum. A myndina vantar þessa Mjómlistarmenn, sem
léku í Lúðrasveitinni: Jón Þorleifsson frá Hlíð, Ragnar Benediktsson Mjófirðing, Stefán
Jónsson frá Sigtúni.
byggingarframkvæmdum lúörasveit-
arpiltanna. Hinir piltarnir smituðust
síðan af áhuga þeirra og fórnarlund
og létu sitt ekki eftir liggja við hug-
sjónamálið, flestir.
En svo tóku að breytast tímar.
Árið 1928 hvarf Hallgrímur Þor-
steinsson liljómsveitarstjóri að fullu
úr Eyjum eftir að hafa stjórnað og
kennt piltunum fjögur sumur af mik-
illi kostgæfni.
Áhugi piltanna fór minnkandi ár
frá ári. Æ erfiðara reyndist að fá þá
til að sinna skyldum sínum við lúðr-
ana og félagsskapinn í heild. Loks
var gefizt upp, hljómskálinn seldur
og andvirði hans skipt bróðurlega
milli félaganna, — því sem afgangs
var skuldum. En þær voru mjög litl-
ar. Sveinbjörn Einarsson, trésmíða-
meistari í kaupstaðnum, keypti hús-
eignina á þrettán hundruð krónur.
Þá höfðu lúðrarnir þýzku verið
greiddir með fé, sem lúðrasveitin
hafði aflað sér með skemmtunum.
Um opinberan styrk var ekki enn að
ræða til slíks menningarstarfs, hvorki
frá bæ eða ríki.
Lúðrasveitin naut alltaf hjálpar og
velvildar vissra kvenna og karla í
BLIK
115