Blik - 01.06.1972, Page 119
tók hljómsveitarstjórinn H. Þ. óstinnt
upp fyrir þeim. Sú óánægja hans með
stofnun danshljómsveitarinnar leiddi
til þess, að þeir urðu aS hverfa úr
Lúðrasveit Vestmannaeyja, svo ágæt-
ir starfskraftar, sem þeir voru þar.
Af þessum gjörðum, þessari þröng-
sýni hljómsveitarstjórans, spannst
mikil óánægja innan lúðrasveitarinn-
ar. En góð öfl innan félaganna mild-
uðu ágreininginn, svo að Harald og
Eyjólfur hófu brátt þátttöku sína
aftur í lúðrasveitinni, en þátttöku
Árna Árnasonar og Inga Kristmanns
var að fullu lokið þar.
í ágústmánuði 1931 lék lúðrasveit
þessi í síðasta sinn á Þjóðhátíð Vest-
mannaeyja. Nokkru síðar má segja,
að starf hennar legðist niður að fullu
og öllu. Að vísu komu þá ný öfl til
sögunnar, sem vildu halda starfinu
áfram, en þau reyndust ekki starfan-
um vaxin, með því líka að sumir
beztu og ötulustu félagarnir fluttu
hurt úr bænum um haustið. Það voru
þeir Hreggviður Jónsson frá Hlíö og
Oddgeir Kristjánsson frá Heiðar-
brún. Haustið 1931 hóf Oddgeir tón-
listarnám í Reykjavík.
IV
Lúðrasveit Vestmannaeyja, stofnuð 22. marz 1939
Eftir áramótin 1938/1939 tóku
nokkrir Eyjamenn að bollaleggja um
stofnun lúðrasveitar í kaupstaðnum.
Þá hafði engin lúðrasveit verið starf-
rækt þar undanfarin 7—8 ár. Sex
kunningjar og félagar ræddu þetta
mál með sér nokkrum sinnum. Loks
afréðu þeir að boða til stofnfundar,
— stofna lúðrasveit. Þessir sex fé-
lagar voru: 1. Heggviöur Jónsson
frá Hlíð í Eyjum. Hann hafði áður
verið með í Lúðrasveit Vestmanna-
eyja. sem lék hér á árunum 1924—
1931 og síöar leikið í hljómsveit í
Reykjavík, Lúðrasveitinni Svan. 2.
Oddgeir Kristjánsson frá Heiðarbrún
í Eyjum. Hann hafði einnig leikið í
Lúðrasveit Vestmannaeyja með
Hreggviði Jónssyni á árunum 1924
—1931, og síðan notið bæði náms og
æfinga í hlj ómlistinni. 3. Karl Guð-
jónsson frá Breiðholti við Vest-
mannabraut (nr. 52). 4. Jóhann
Gíslason frá Uppsölum við Vest-
mannabraut (nr. 51 B). 5. Kjartan
Bjarnason frá Djúpadal við Vestur-
veg (nr. 15 A) og 6. Kristinn Jóns-
son frá Mosfelli við Túngötu (nr.
26). Kristinn var gamalreyndur
lúðraþeytari frá tímum Helga tón-
skálds og hlj ómsveitarstj óra Helga-
sonar hér í kaupstaðnum.
Þessir sex félagar höfðu tryggt sér
117
BLIK