Blik - 01.06.1972, Side 124
LúSrasveit Vestmannaeyja árið 1954. Ajtasta röð frá vinstri: Óskar Þór Sigurðsson, Haf-
steinn Agústsson, Karl Guðjónsson, Svanur Kristjánsson, Hreggviður Jónsson, Gísli
Brynjólfsson, Baldur Kristinsson, Jóhann Gíslason. Miðröð frá vinstri: Gísli Bryngeirsson,
Haukur Gíslason frá Hóli Jóhannssonar, Sleinar Júlíusson, Guðlaugur Kristófersson, Odd-
geir Kristjánsson, Erlendur Hvannherg Eyjólfsson, Guðjón Kristófersson, Ágúst Ögmunds-
son frá Litlalandi, Einar M. Erlendsson. Fremsta röð frá vinstri: Bjarni Jónasson, Kjartan
Bjarnason, Sigurður Guðmundsson.
þeir léku fyrir félagssamtök í bænum
eða almenning.
Hins vegar keypti lúðrasveitin
ekki sérstaka búninga handa félags-
mönnum sínum fyrr en 23 árum síð-
ar. Árið 1963 voru búningarnir
keyptir og notaðir fyrsta sinni á
hljómleikum í Samkomuhúsi Vest-
mannaeyja fyrir styrktarfélaga lúðra-
sveitarinnar 29. nóv. 1963.
Jafnan hefur Lúðrasveit Vest-
mannaeyja notið nokkurs opinbers
styrks, síðan hún var stofnuð. Árið
1940 fékk hún úr bæjarsjóði til að
byrja með kr. 250,00. Haustið 1947
samþykkti bæjarstjórn kaupstaðarins
að veita henni 25 þúsund króna fram-
lag, sem greiðast skyldi þá næstu
þrjú árin með jöfnum greiðslum á
hverju ári. Þessu fé skyldi varið til
kaupa á hljóðfærum.
Um skeið vissi ég til þess, að ár-
legur styrkur til lúðrasveitarinnar
nam kr. 5000,00 og kom þá árlega
jafnhá upphæð úr ríkissjóði.
Árlegt framlag til lúðrasveitarinn-
ar nemur nú kr. 65.000,00 úr bæjar-
sjóði og kr. 25.000,00 úr ríkissjóði.
Þó að samheldni hafi jafnan verið
ríkjandi með piltum lúðrasveitarinn-
ar, hefur þó meginstarfið í heild
jafnan hvílt á nokkrum mönnum eins
122
BLIK