Blik - 01.06.1972, Blaðsíða 125
Martin Hunger, tónlistarmaður.
og gengur í öllum félagssamtökum.
Hreggviður Jónsson frá Hlíð var for-
maður lúðrasveitarinnar tæp 30 ár.
Hann æfði félagana við hlið hljóm-
sveitarstj órans og var alltaf hinn vak-
andi hugur um velferð og viðgang
félagssamtakanna og tilgang. Hann
var að loknu dagsverki sæmdur heið-
ursmerki lúðrasveitarinnar úr gulli
fyrir óvenjulega langa og gifturíka
þjónustu. Karl Guðjónsson frá Breið-
holti var ritari lúðrasveitarinnar í
hartnær 20 ár samfleytt. Einnig
höfðu þeir Jóhann Gíslason og Kjart-
an Bjarnason unnið lúðrasveitinni ó-
metanlegt gagn með ötulleik sínum
og tryggð við starfið. Þessir þre-
menningar hlutu á sínum tíma heið-
ursmerki lúðrasveitarinnar úr silfri
fyrir dyggðir sínar við málefni henn-
ar og markmið.
Þegar Oddgeir Kristjánsson hljóm-
sveitarstjóri og tónskáld féll frá, 18.
febrúar 1966, tók tengdasonur þeirra
hjóna, Martin Hunger, organisti og
tónlistarmaður, við stjórn Lúðra-
sveitar Vestmannaeyja. En við ára-
mótin 1969/1970 fluttist hann burt
úr bænum. Var þá góðkunnur Eyja-
piltur, sem starfað hafði í lúðrasveit-
inni um árabil, ráðinn stjórnandi
hennar, Ellert Karlsson Guðmunds-
sonar frá Reykholti við Urðaveg.
Blik árnar honum allra heilla í þessu
markverða starfi og mikilvæga þætti
í menningarlífi bæjarins. Góður orð-
stír Lúðrasveitar Vestmannaeyja er
heiður Vestmannaeyjakaupstaðar og
Eyjabúa í heild.
Félagaskrá
Hér birtist skrá yfir „lúðraþeyt-
ara“ Lúðrasveitar Vestmannaeyja,
hinnar fjórðu, frá stofnun hennar 22.
marz 1939, til dagsins í dag. Erfitt
er að segja nákvæmlega, hvenær hver
og einn gerðist félagi í lúðrasveitinni.
Fyrst tekur skráin yfir félagana á
árunum 1939—1961, en Oddgeir
heitinn Kristjánsson hafði tekið þá
skrá saman handa Bliki, er hann féll
frá.
Af ásettu ráði nefnum við starf fé-
lagsmanns, er hann varð þátttakandi
í lúðrasveitarstarfinu, og heimili hans
þá.
Nöfnunum er raðað eftir stafrófs-
röð.
1. Alfons Bj örgvinsson, vélvirki,
Klöpp.
2. Ari Pálsson, bifreiðastjóri, frá
Þórlaugargerði.
BhlK
123