Blik - 01.06.1972, Blaðsíða 138
AS þessari hugsjón sinni unnu
þeir saman með öðrum nýtum og
góðum Eyjabúum, meira en aldar-
fjórðung. Þá höfðu þeir og hinn
samstillti samstarfshópur þeirra í
Lúörasveit Vestmannaeyja, tekizt að
efla svo tónlistarlífið í hænum, að
orðstír hlauzt af og eftirtekt vakti um
land allt.
Stofnfundur Lúðrasveitar Vest-
mannaeyja, hinnar fjórðu í kaup-
staðnum, var haldinn 22. marz 1939.
Gerðist þá Oddgeir Kristjánsson
stjórnandi lúðrasveitarinnar og
Hreggviður formaður hennar. Sú
skipan hélzt svo lengi örlögin tóku
eigi í taumana og skildu þessa tvo
menn að.
Þegar Oddgeir hvarf til Reykj avík-
ur haustið 1931, hóf hann nám í
fiðluleik hjá Þróarni Guðmundssyni,
hinum kunna fiðluleikara og tónlist-
armanni.
í látlausu starfi fyrir Lúðrasveit
Vestmannaeyja við æfingar og út-
setningu laga, glæddist með Odd-
geiri Kristj ánssyni gáfur og löngun
til að semja tónverk.
Þá uppgötvaöi hann, að þekking í
tónfræði væri honum nauðsynleg,
svo að smíði tónverkanna yrði lýta-
laus og lyti eðlilegum kröfum á því
sviöi. Þessi þrá hans og kennd og
skilningur á takmörkunum sínum,
leiddi til þess, að hann stundaöi tón-
fræðinám í Reykjavík veturinn 1944
-^-1945. Kennari hans var dr. Róbert
A. Ottóson. Við komum síðar að hin-
um mikilvæga árangri þessa náms.
136
Lúörasveit Vestmannaeyja, undir
stjórn Oddgeirs Kristjánssonar gat
sér mikinn og góðan orðstír, ekki
aöeins í heimabyggð sinni, heldur
einnig og ekki síður víðsvegar úti
um land. Hún var sannkallaður hróð-
ur Eyjanna.
Sumarferðalög lúörasveitarinnar
voru fastur þáttur í starfseminni. Þá
kom hún við á ýmsum stöðum á land-
inu og lék fyrir almenning, svo að
orð fór af. Lúðrasveitin lék opinber-
lega á Vestfjöröum, Austfjörðum,
Flj ótsdalshéraði, Akureyri og í
Reykjavík og nágrenni. Þá ferðaöist
hún einnig um Suðurlandssveitirnar
og lék fyrir bændur og búaliö. Allir
luku upp einum rómi um ágæti sveit-
arinnar og þá miklu ánægju, sem
hljómlist hennar vakti með áheyr-
endunum. Enginn skyldi ætla, að al-
menningur skilji ekki eða viti, hvað
að honum snýr í þeim efnum, þó að
tónlistarþekkingu bresti eða þjálfun
á því sviði. Þar eru meðfæddar gáf-
ur, náttúran sjálf, náminu ríkari.
Ekki hafði Lúðrasveit Vestmanna-
eyja starfað mörg ár, þegar sumar-
ferðalag var gert að föstum lið í
starfseminni. Sum árin var þá farið
með hljóðfærin með sér og leikið á
ýmsum stöðum fyrir almenning, en
oftar var þó farið til óbyggða og
dvalist þar við náttúruskoðun og
náðarmeðul þau, sem ósnortin íslenzk
náttúra megnar að veita unnanda
sínum.
Maðurinn Oddgeir Kristjánsson
var mér jafnan um árabil ríkt um-
hugsunarefni svona í kyrrþey, er ég
BLIK