Blik - 01.06.1972, Page 139
gaf mér tíma til að hugleiða sam-
borgara mína og mannlífið í kring-
um mig. Við lifum og höfum lengi
lifað á tímum eiginhagsmunastreitu
og sérgæðingsháttar. Líf flestra
manna dregur dám af þessari hugsun
og athöfnum, sem henni eru samfara.
Þessi eldur logar og læsir sig um, en
kulnar síðan oftast út í lágkúru og
lánleysi. — Og mitt á meðal okkar
starfar svo maður, sem virðist ó-
snortinn af öllum þessum eiginhags-
muna- og sérgæðingshætti. Hann
fórnar þrem til fjórum hundruðum
tíma á ári hverju fyrir hugsjón sína,
ýmist við að stjórna og æfa hljóm-
listarfélaga sína eða við að setja út
lög og tónverk fyrir þá, svo að allt
fari sem bezt úr hendi. Hvað her
hann úr býtum fyrir allt þetta starf í
meir en aldarfjórðung? Ekkert ver-
aldlegt verðmæti, eins og það er
orðað í daglegu tali. Þó uppsker hann
laun við unnin afrek: Meðvitundina
um það að hafa fórnað starfskröft-
um til ánægju og velferðar samborg-
urum sínum og til þroska félögum
sínum í lúðrasveitinni á því sviði,
sem stundum hefur verið kallað list
listanna.
Hin göfuga hugsun að baki þessa
mikla fórnarstarfs Oddgeirs Krist-
jánssonar á tímum óvenjulega mik-
illar sérgæzku og eiginhyggju, hefur
verið mér íhugunarefni um árahil
og var það sérstaklega, þegar við
unnum saman að tónlistarstarfi nem-
endanna í Gagnfræðaskólanum og
svo í sögu- og byggðarsafnsstarfinu.
Og hver hefur svo orðið niðurstaða
mín af íhugun þessari? Áður en ég
læt hugsanir mínar í lj ós, langar mig
að birta hér minningargrein ,er
Björn útgerðarmaður og kaupmaður
Guðmundsson frá Miðbæ í Eyjum
birti í Morgunblaðinu um Oddgeir
Kristjánsson 26. febr. 1966. Þeir
Björn og Oddgeir héldu samskiptum
sínum og vinsemd til hinztu stundar.
Þeir voru aldir upp í nágrenni hvor
við annan og var samband þeirra og
vinsemd til fyrirmyndar, svo mikið
sem þar bar á milli í skoðunum á
sumum sviðum mannlegs lífs. Þegar
Björn hefur farið nokkrum orðum
um starf Oddgeirs heitins fyrir dag-
legu brauði til framfærslu fjölskyld-
unni, segir hann:
„En þetta er aðeins önnur hliðin.
Hin er hið mikla og fórnfúsa starf,
er hann vann að tónlistarmálum þessa
bæjar. Ber þar hæst, er hann 1939
tekur að sér hlj ómsveitarstj órn við
Lúðrasveit Vestmannaeyja. Starf
sveitarinnar hafði þá legið niðri um
nokkurra ára skeið. Safnaði hann þá
saman nokkrum yngri og eldri áhuga-
mönnum. Markið var sett hátt; þetta
skyldi verða góð hljómsveit og
byggðarlaginu til sóma. Og það tókst.
En það gekk ekki erfiðislaust. Kvöld
eftir kvöld var setið við æfingar, út-
setningu laga eða við ráðagerðir um
það, hvernig mætti koma sveitinni
yfir þá fjárhagslegu hjalla, er á veg-
inum urðu. Enginn, sem nokkuð til
þekkir, fer í grafgötur um það mikla
starf, sem hér hefur verið innt af
hendi. Og allt þetta var látið í té að
loknum venjulegum vinnudegi við
BLIK
137