Blik - 01.06.1972, Síða 140
erilsöm störf og án nokkurra launa.
Og þegar litið er til baka, verður
manni e. t. v. það ljósast, hvað þetta
starf var í rauninni þýðingarmikið.
Eða er í rauninni ekki erfitt að hugsa
sér þjóðhátíðina án lúðrasveitarinn-
ar eða önnur manna- og gleðimót í
byggðarlaginu. — Starf Oddgeirs
heitins í þágu lúðrasveitarinnar var
mikið og mun halda minningu hans
á loft um ókomin ár. En þó hygg ég,
að lögin hans muni vara lengst. Þau
gaf hann fyrst og fremst Vestmanna-
eyingum. Þau verða sungin og spiluð
um langa framtíð, þar sem Eyjamenn
koma saman. Þau eru í vissum skiln-
ingi hluti af Eyjum, hluti af lífi og
starfi fólksins, enda samin oft á tíð-
um í tilefni af hátíðum og hátíða-
stundum Vestmannaeyinga.
Oddgeir heitinn var gæfumaður í
lífinu. Ein mesta gæfa hans var, er
hann gekk að eiga eftirlifandi konu
sína, Svövu Guðj ónsdóttur.
Samlíf þeirra hjóna var með þeim
ágætum, að erfitt er að hugsa sér, að
það hefði getað verið betra. Minnist
ég margra yndislegra stunda á heim-
ili þeirra góðu hjóna. Þar var gott
að koma; tíminn var fljótur að líða
við músík og söng, skemmtilegt spjall
og stundum við það að koma saman
gamanbrag. Og þegar ég að lokum
kveð þig, kæri vinur, þá er gott að
minnast samvistanna við þig allt frá
þeim dögum, er við vorum í foreldra-
húsum og lékum okkur saman. Þú
eldri og hafðir forustuna fyrir okk-
ur strákunum. — Og árin liðu.
Gönguferðir út um Eyjuna. Þú tókst
138
gítarinn með og sungið var við
raust. Og svo komu fullorðinsárin.
Þá koma nýjar hliðar í ljós. Ahugi
þinn á ljósmyndun og garðrækt gef-
ur ótal tilefni til skemmtilegra og
þroskandi samræðna.“
Og aftur langar mig að vitna í
blaðagrein, sem maður nákunnugur
Oddgeir heitnum., starfi hans og
heimilishögum, skrifaði eftir hans
dag. Það var Helgi kaupmaður og
útgerðarmaður Benediktsson. Þegar
hann hefur farið nokkrum orðum um
heildarstarf Oddgeirs í þágu tónlist-
arinnar, koma þessi orð: „En þó er
þess enn ógetið, sem skýrir hið mikla
ævistarf Oddgeirs. Erfðir og með-
fæddir hæfileikar eru að sjálfsögðu
grundvöllur þess, sem afrekað hefur
verið, en Oddgeir hefur heldur ekki
staðið einn í starfi. Oddgeir kvæntist
15. desember 1933 jafnöldru sinni,
Svövu Guðjónsdóttur, fæddri 8. febr.
1911. Svava hefur skapað manni
sínum það heimili, sem hefur orðið
þeim hjónum það skjól, sem gott
heimili getur bezt orðið. Þar hafa
sannast spakmælin, að „þar er eilíft
sumar, er samlyndið býr, og sólskin
í glugga, hvert sem hann snýr“. Um-
hverfi húss þeirra Svövu og Oddgeirs
er fegursti og bezt hirti skrúðgarður-
inn, sem til er í Vestmannaeyj-
um .. .“
Þetta voru orð Helga Benedikts-
sonar. Orð þessi og niðurstöður
hinna kunnu Eyjabúa um hið sérlega
og fórnfúsa starf Oddgeirs Kristjáns-
sonar um tugi ára á sviði tónlistar-
innar vöktu óskipta athygli mína, er
BLIK