Blik - 01.06.1972, Side 144
jökulfari, hafði á hendi harnakennslu
í Eyjum veturinn 1874—1875. Bjó
hann í Jómsborg hjá hjónunum frú
Jórunni Jónsdóttur Austmann og
manni hennar Engilbert Engilberts-
syni og kenndi börnum Eyjamanna
þar heima í herberginu sínu. (Sjá
grein um P. P. hér í ritinu).
Þarna naut Gísli Lárusson á Búa-
stöðum nokkurrar tilsagnar, lærði
t. d. að draga til stafs og undirstöður
reiknings.
Brátt tók svo þessi unglingur að
stunda sjó á vegum foreldra sinna,
fyrst að sumrinu og svo að vetrinum
líka, þegar geta, þroski og aldur
komu til og þótti hafa náð sæmileg-
um vexti. Hann réri á vertíðum á
áttæringnum Frið, sem Lárus faðir
hans gerði út og var sjálfur formað-
ur á.
Jafnframt sjósókninni hófust
fjallaferðirnar hjá frískum unglingi
eins og Gísla á Búastöðum. Brátt fór
orð að því með fjallamönnum og
öðrum Eyjaköppum, hversu slyngur
klifurfugl og sigmaður hann mundi
verða, Búastaðasonurinn.
Gísli Lárusson átti handlagni og
listauga í ættum sínum og þá eigin-
leika hafði hann erft í ríkum mæli.
Hugur hans beindist að handiðnar-
námi.
Arið 1883, þegar hann var 18 ára,
var honum komið fyrir hjá gullsmið
í Reykjavík, Olafi gullsmíðameistara
Sveinssyni, og hjá honum stundaði
hann gullsmíðanámið næstu tvö ár-
in. Gísli lauk þessu námi og kom
heim með sveinsbréfið sitt árið 1885.
I Eystri-Stakkagerðisjörðinni í
Eyjum bjuggu hjónin Ásdís hús-
freyja Jónsdóttir og Arni hreppstjóri
Diðriksson. Hann var síðari eigin-
maður frú Ásdísar. (Sjá Blik 1957).
Stakkagerðishjónin áttu saman eina
dóttur. Hún þótti fögur sýnum og hið
mesta búkonuefni, Jóhanna Sigríður
að nafni. Fædd var hún 11. nóvember
1861. Hún var því 24 ára, þegar Gísli
Lárusson kom heim frá námi, en
hann tvítugur.
Heimasætan fagra í Stakkargerði
vildi gjarnan verða „eiginkona gull-
smiðsins“ í Eyjum. Hún játaði þess
vegna bónorði hans, enda fleira sem
dró, en sveinsbréfið eitt. Þau giftu
sig árið 1886 og hófu þá þegar bú-
skap í Stakkagerðisbænum eystri í
sambýli við foreldra hennar.
Árið 1892 lézt frú Ásdís Jónsdótt-
ir húsfreyja í Stakkagerði. Þá óskaði
Árni bóndi og hreppstjóri ekki að
búa lengur. Árið eftir (1893) fengu
ungu hjónin byggingu fyrir Eystra-
Stakkagerðinu og bjuggu þar síðan.
Sjá Blik 1957, bls. 108-123 um þessi
hjón, ef lesendur ritsins kynnu að
hafa áhuga á að kynnast athöfnum
og afkomendum þeirra frekar).
Á áttæringnum Frið stundaði
Gísli Lárusson sjó með föður sínum,
eins og ég drap á. Lárus formaður
stundaði á þeim árum bæði þorsk-
veiðar og hákarlaveiðar á skipi sínu.
Yegna greinarinnar hér á eftir um
hákarlaveiðarnar, vil ég alveg sér-
staklega leggja áherzlu á kynni
Gísla Lárussonar af þeim þegar á
æskuskeiði. Allt sem hann sagði mér
142
BLIK