Blik - 01.06.1972, Page 146
Gísli Lárusson gullsmiður, 69 ára.
dagsláttum. Hann varð þannig einn
af stærri jarðræktarbændum í Eyj-
um. Sama vorið og hann gerðist
bóndi í Stakkagerði (1893) var hann
einn af stofnendum Framfarafélags
Vestmannaeyja, búnaðarfélags Eyja-
bænda þá, og skeleggur félagsmaður
þar eins og alls staðar, þar sem hann
lagði hönd að eða var þátttakandi í
félagsskap. (Sjá Blik 1953).
Um leið og hann gerðist bóndi,
hóf hann byggingu íbúðarhúss á
Stakkagerðisjörðinni. Það var lengi
vel eitt af stærstu og stæðilegustu í-
búðarhúsum í kauptúninu.
Nokkur ár, eftir að hann fór úr
foreldrahúsum, stundaði hann sjó
með föður sínum, sem gerði út og
var formaður á áttæringnum Frið,
eins og ég hef drepið á. Á sumrin
réru þeir feðgar gjarnan með öðr-
um — á útvegi annarra. Þetta gerðu
þeir einnig framan af vertíð 1895.
Þá réru þeir eftir áramótin með
Gísla formanni Eyjólfssyni bónda á
Búastöðum. Þá varð það, sem Hanni-
balsslysið átakanlega átti sér stað.
Þegar sex-æringurinn Hannibal kom
inn Leiðina og var kominn inn á
móts við Hnykilinn, klettinn í Hafn-
armynninu, reið kvika af klettinum
undir bátinn og hvolfdi honum. For-
maður á bátnum var Gísli bóndi
Eyjólfsson, en tveir af hásetum hans
voru feðgarnir Lárus hreppstjóri og
bóndi Jónsson og sonur hans Gísli
bóndi og gullsmiður í Stakkagerði.
Svo sem þeir vita, sem bera nokkurt
skyn á sögu Eyjamanna, þá bjargaði
skipshöfn Kristjáns Ingimundarson-
ar í Klöpp öllum mönnunum af
Hannibal nema tveim. Annar þeirra,
sem drukknaði, var Lárus faðir
Gísla. Hann flæktist í færum og náð-
ist ekki fyrr en um seinan. Þarna
bjargaðist Gísli Lárusson, og leið
honum vitanlega aldrei úr minni
þessi sorglegi atburður.
Sjálfur gerðist hann formaður
á vertíðarskipi því, sem faðir hans
hafði verið formaður á um árabil,
áttæringnum Frið. Gísli var afla-
maður mikill, sagði Magnús Guð-
mundsson á Vesturhúsum í minn-
ingargrein um hann. Báðir voru þeir
í fremstu röð formanna í verstöðir.ni
og fiskimenn miklir á þessum árum,
og báðir ruddu þeir brautir hér um
veiðitæki. Báðir saman réru þeir
144
BLIK