Blik - 01.06.1972, Page 148
frá Danmörku, og átti Gísli % hluta
í honum. Þannig var gullsmiðurinn
með í atvinnulífinu í kauptúninu og
sumstaðar mátturinn mikli og fyrir-
hyggjan í félagsskapnum.
Árið 1915 keypti hann til Eyja vél-
bátinn Má VE 178. Þann bát átti
hann hálfan á móti Bernódusi Sig-
urðssyni, sem var formaður á bátn-
um.
Þessi fyrstu ár vélbátaútvegsins
höfðu Eyjamenn hagnazt alveg ótrú-
lega mikið á útgerð sinni. Þá beitti
Gísli Lárusson sér fyrir stofnun tog-
araútgerðar í kaupstaðnum, sem þá
var ársgamall. Til þeirra kaupa stofn-
uðu nokkrir fjársterkir útgerðar-
menn í kaupstaðnum hlutafélag. Það
var hlutafélagið Draupnir. Togarinn,
sem þeir keyptu, bar nafn hlutafé-
lagsins. Fyrst um sinn var Gísli Lár-
usson framkvæmdarstj óri togarafé-
lagsins. Meðal annars áttu hin bág-
bornu hafnarskilyrði í Eyjum þá sök
á því, að engin tök reyndust á að reka
togara frá Eyjahöfn fremur en þil-
skipaútgerð áður fyrr. Samtök þessi
fjöruðu því út von bráðar.
Gísli Lárusson gerðist ungur að
aldri einlægur bindindismaður, sem
ekki var af þeirri manngerðinni að
hlaupa frá því heiti sínu. Hann var
áhugasamur stúkufélagi hér um tugi
ára og fórnaði stúkunni Báru nr. 2
og hugsjóninni í heild miklu starfi.
Þar vann hann mikilvægt menningar-
starf í heimabyggð sinni, heimilum
hér til ómetanlegrar blessunar og
ekki sízt ungu fólki til gæfu og geng-
is. Til þess að sannfærast um þá
fullyrðingu mína, þarf ekki annað en
hugleiða hina miklu og átakanlegu ó-
hamingju, sem fólk á unga aldri bak-
ar sér hér í kaupstaðnum með neyzlu
áfengra drykkja og öðrum ómenn-
ingarhætti, sem drykkjuskap er sam-
fara nú á dögum. Að því starfi,
verndarstarfi, að verja Eyjabúa og þá
ekki sízt æskulýðinn, fyrir óham-
ingju drykkjuskaparins vann Gísli
Lárusson áratugum saman í hópi
hinna kunnustu Eyjabúa á sviði
menningarmála í bænum, svo sem
séra Jes A. Gíslasonar, Sveins Jóns-
sonar á Sveinsstöðum, Magnúsar
Guðmundssonar á Vesturhúsum og
margra fleiri.
Eins og ég drap á, þá stundaði
Gísli Lárusson fuglaveiðar í úteyjum
Vestmannaeyja öll uppvaxtarárin sín.
Þar notaði hann tímann snemma við
fræðasöfnun. Hann safnaði örnefn-
um. Á eldri árum sínum átti hann
orðið mikið og verðmætt örnefna-
safn, sem nú er geymt í handritasafni
Fornleifafélagsins. En þetta safn hef-
ur þó ekki verið dauður hókstafur.
Brautryðjandastarf hans á þessu
sviði hefur orðið hvatning og leið-
beining, t. d. fræðimanni eins og
Þorkatli heitnum Jóhannessyni, sem
tók saman örnefnasafn og gaf út í
bók, sem hann nefndi Ornefni í Vest-
mannaeyjum. Hún var prentuð 1938.
1 formála þeirrar bókar segir svo um
þátt Gísla Lárussonar í því menning-
arstarfi:
„Ennfremur hefi ég haft mikil not
af örnefnaskrá eftir Gísla Lárusson
gullsmið í Stakkagerði, er hann hafði
146
BLIK