Blik - 01.06.1972, Blaðsíða 158
Og sorg, eins og ævi GuÖrúnar
Magnúsdóttur. En hverjir vissu það,
spyr ég aftur? Aðeins fáir hennar
nánustu. Þyngstu raunirnar hafði
hún liðið, áður en hún fluttist hing-
að til Eyja og bar ekki minnin um
þær á torg hér í byggð. Þögul
um sorgir sínar og harma lifði hún
sínu fábreytilega lífi með fágæddri
hetjulund og hugprýði. Sálarlífið var
hreint og fágað. Hún var trúuð kona
og leitandi sál. Styrk og traust fann
hún einvörðungu í trú sinni og
trausti á algæzkuna.
Við hvörflum huga að bænum
Dalseli, sem er einn af Hólmabæjun-
um í Vestur-Eyjafjallahreppi. Þar
bjuggu um árabil fyrir og um miðja
19. öldina, sæmdarhjónin Magnús
bóndi Þóroddsson og Guðríður 01-
afsdóttir frá Múlakoti í Flj ótshlíð.
Bóndinn fylgdi öldinni að árum,
fæddur um aldamótin 1800, en hús-
freyjan var 12 árum yngri.
Dalselshjónin nutu trausts og
virðingar samsveitunga sinna sökum
mannkosta. Svo voru þau líka vel
bjargálna, og þótti það jafnan grund-
völlur til virðingar og metorða í
hinum snauðu íslenzku sveitum. En
ríkust voru þessi hjón í sjálfum sér,
lífshamingju sinni og barnaláni.
Þegar hér er komið sögu, eiga
hjónin í Dalseli, Magnús og Guðríð-
ur, fjögur uppkomin börn, sem enn
dveljast í foreldrahúsum.
Þóroddur sonur þeirra var elztur.
í fyllingu tímans kvæntist hann æsku-
vinkonu sinni, Kristínu Loftsdóttur
bónda Guðmundssonar á Tjörnum
þarna sunnar á Hólmabæjasvæðinu
(nú í eyði). Þá hafði Magnús bóndi
Þóroddsson, faðir hans, legið í gröf
sinni um tveggja ára skeið.
Þóroddur og Kristín giftust árið
1871. Hún var kona vel gefin eins og
þau systkini öll. En hún var heilsu-
veil. Gekk með sullaveiki.
Eftir þriggja ára hjónaband og
húsfreyj ustörf í Dalseli, leitaði hún
sér lækninga hjá Þorsteini héraðs-
lækni Jónssyni í Vestmannaeyjum.
Hún var þá lögð inn á sjúkrastofu
læknisins hjá frú Sigríði Árnadótt-
ur í Frydendal. Þar lézt Kristín
Loftsdóttir úr sullaveikinni 25. okt.
1874.1
Annað barn þeirra Dalselshjóna,
1 Sökum hinna mörgu afkomenda Lofts
bónda Guðmundssonar á Tjörnum, sem hér
búa, þykir mér rétt að nefna bamabörn
hans, sem settust hér að á fyrsta og öðr-
um áratug aldarinnar.
Þórður bóndi Loftsson frá Tjörnum bjó
í Ámundakoti í Fljótshlíð og síðast á
Kirkjulandi í Landeyjum. Kona hans var
Kristólína Gísladóttir.
Þau eignuðust 12 börn og komust átta
þeirra til manndómsára. Þau voru þessi:
1. Magnús heitinn Þórðarson, formaður og
útvegsbóndi í Dal hér í kaupstaðnum,
dó 1915.
2. Kristín heitin Þórðardóttir í Borg, kona
Sigurjóns Högnasonar, skrifstofustjóra
Tangaverzlunarinnar um langt árabil.
3. Jóhanna Þórðardóttir, sem gift var
Bernódusi heitnum Sigurðssyni, for-
manni og útvegsbónda í Vestra-Stakka-
gerði.
4. Gísli heitinn Þórðarson, fyrri maður frú
Rannveigar Vilhjáimsdóttur.
5. Ágúst Þórðarson, fyrrverandi yfirfiski-
matsmaður, Aðalbóli.
6. Guðbjörg Þórðardóttir, kona Árna Þór-
156
BLIK