Blik - 01.06.1972, Qupperneq 165
áttunni, beygð af sorg og hörmum,
eftir allt, sem hún hafði misst á und-
anförnum tveim árum. Hún hafði
þrjú börnin sín á framfæri: Guð-
ríði 14 ára, Magnús 13 ára og ísleif
10 ára. Og Hamragarðarnir voru í
rauninni rýrðarkot, sem litlar höfðu
engjar. Þurfti því að kaupa slægjur
á fjarlægum engjum.
Hjónin í Stóru-Hildisey í Landeyj-
um, Þórður bóndi Guðnason og Mar-
grét Jónsdóttir, voru vinafólk prests-
hjónanna í Holti undir Eyjafjöllum,
séra Kjartans Einarssonar sóknar-
prests og madömu Guðbjargar Svein-
bjarnardóttur prests Guðmundsson-
ar.
Þegar hér er komið sögu (1877)
áttu hjónin í Stóru-Hildisey a. m. k.
sex uppkomin börn og voru fimm
þeirra enn í foreldrahúsum. Ólafur
sonur þeirra bjó á Grund, nágranna-
bæ prestssetursins að Holti, og var
hann forsöngvari í sóknarkirkjunni.
Öll voru börn þeirra hjóna í Stóru-
Hildisey hin mannvænlegustu og
höfðu Rangæingar á orði, hversu
söngvin þau voru og gædd mikilli og
fagurri söngrödd.
Markús hét yngsta barn þeirra
Hildiseyjarhjóna. Hann var fæddur
1860.
Að sjálfsögðu bar sóknarprestin-
um að sjá til með ekkjunni í Hamra-
görðum, leggja henni lið og leita
fyrir sér um starfskrafta henni til
handa.
Séra Kjartan Einarsson sóknar-
prestur í Holti kom að máli við Ólaf
Þórðarson bónda og forsöngvara á
Grund. Mundu tok á að fá Markús
bróður hans ráðinn vinnumann eða
„fyrirvinnu“ til ekkjunnar í Hamra-
görðum? Mundi hann vilja gerast
þar stjórnandi heimilisins utan
veggja, gerast fyrirvinna, eins og það
var kallað? Hjónin á Grund höfðu
áður rætt þetta mál sín á milli. Á-
stæður voru til þess. Steinunn hús-
freyja á Grund Sigurðardóttir var
æskuvinkona Guðrúnar í Hamra-
görðum, því að hún var frá Stein-
móðarbæ, einum af Efri-Hólmahjá-
leigubæjunum, og vildi hún umfram
allt geta lagt henni lið í lífsbarátt-
unni.
Meðan hjónin á Grund og sóknar-
presturinn ræddu og íhuguðu þetta
mál, bar gest að garði í Hamragörð-
um. Gesturinn var einn af ríkustu
bændum í byggðum Rangárvalla-
sýslu, þekktur óðalsbóndi og búmað-
ur mikill. Og hvert var svo erindi óð-
alsbóndans að Hamragörðum að
þessu sinni? — Áður hafði hann gert
hosur sínar grænar fyrir ekkjunni í
Hamragörðum, en nú var hann á hið-
ilsbuxunum, — kominn til að biðja
hennar. Og nú var Guðrún Magnús-
dóttir sjálfri sér lík. Hún svaraði
stórbóndanum á þessa lund: „Við
eigum ekki skap saman, svo stórlynd
sem við erum bæði. Samlíf okkar
yrði því okkur báðum til óhamingju.
En ég skal benda þér á konuefni,
meir að þínu skapi. Það er hún
Birna vinkona mín á Bakka. (Nöfn-
um hef ég breytt). Hún er bæði lag-
leg og góð stúlka og myndarhúsmóð-
ir getur hún orðið.“
BLIK
163