Blik - 01.06.1972, Blaðsíða 166
Meö þetta svar hvarf óðalsbónd-
inn frá Hamragörðum.
Nokkru síðar flaug sú frétt um
byggðina, að óðalsbóndinn ríki og
hún Birna heimasæta á Bakka væru
heitbundin og brúðkaup væri fyrir-
hugað innan skamms.
Eftir brúðkaupið breyttist fram-
koma frú Birnu á Bakka gagnvart
vinkonunni í Hamragörðum. Hún var
þóttafull og heilsaði naumast, ef
fundum þeirra bar saman. Þá var
Guðrúnu Magnúsdóttur nóg boðið.
Eitt sinn er fundum þeirra gömlu
vinkvennanna bar saman við kirkju,
laumaði Guðrún þessum orðum í
eyra Birnu húsfreyju og óðalsbónda-
konu: „Láttu ekki svona mikið yfir
þér, manneskja, og vertu ekki að
hreykja þér þetta. Bóndi þinn bað
mín og ég vísaði honum til þín, því
að ég vildi hann ekki.“ Vinkonan rak
upp stór augu, sagði ekkert en
breytti um svip, og framkoman gagn-
vart ekkjunni í Hamragörðum varð
önnur eftir það.
Markús Þórðarson frá Stóru-Hild-
isey gaf þess kost að ráðast fyrir-
vinna ekkjunnar í Hamragörðum. —
Svo liðu tímar og þau Markús og
Guðrún felldu hugi saman. Lýst var
með þeim til giftingar í ágústlok
1890. Þau voru svo gefin saman um
haustið (4. október). Markús Þórð-
arson var þá þrítugur að aldri og
Guðrún 39 ára.
Þegar þau giftust, hafði ekkjan og
ljósmóðirin hálfgengið með barn
þeirra.
Hún ól sveinbarn 25. janúar 1891.
Sá sveinn var vatni ausinn og skírður
Markús, nafni föður síns. Það var
gjört að vilja og fyrirlagi Guðrúnar
móður hans, sem unni Markúsi
manni sínum hugástum. Þennan ást-
mög sinn misstu þau hjónin rúmlega
tveggja ára gamlan (9. apríl 1893).
Enn var höggvið í hinn sama kné-
runn. Enn lagðist sorgin á herðar
þessarar margmæddu konu, Guðrún-
ar Magnúsdóttur.
Árið áður en þessi sorgaratburður
átti sér stað í Hamragörðum, hafði
Guðrún fætt bónda sínum meybarn,
sem skírt var Karólína, nafni stúlk-
unnar litlu, sem hún missti í fyrra
hjónabandi sínu. Karólína Markús-
dóttir í Hamragörðum náði aðeins
tveggja og hálfs árs aldri. Hún and-
aðist 11. nóvember 1894, eða ári
síðar en Markús litli.
Þrem vikum áður en þessi síðari
sorgaratburður gerðist í Hamragörð-
um, fæddi Guðrún húsfreyja og ljós-
móðir þriðja barn þeirra hjóna. Það
átti sér stað 24. október 1894. Þetta
var meybarn og skírt Þórunn -— Þór-
unn Markúsdóttir, sem náði 25 ára
aldri og giftist Jóni Gíslasyni í Sand-
prýði árið 1919. Hann var síðar
kenndur við húseignina Ármót við
Skólaveg.
Og enn dundi sorgin og harmurinn
yfir Guðrúnu í Hamragörðum. Árið
1895 lézt yngsta barn hennar, sem
þá var á lífi frá fyrra hjónabandi,
ísleifur Þórðarson, þá 18 ára, mikill
efnispiltur.
Eftir að Markús Þórðarson frá
Stóru-Hildisey og Guðrún Magnúsr
164
BLIK