Blik - 01.06.1972, Side 182
Teikning ejtir Engilbert Gíslason, málarameistara.
19. Bátlíkan af vélbáti með danska
laginu, eins og þeir voru á fyrstu ár-
um válbátaútvegsins, enda flestir
smíðaðir í Danmörku. Stærð flestra
vélbátanna var frá 6—8,5 smálestir,
og vélaaflið var venjulega eitt hest-
afl á lestina eða rúmlega það. Ekk-
ert stýrishús var á bátunum fyrstu 7
ár vélbátaútvegsins, og siglutréð var
jafnan lagt í mótvindi til þess að
auka hraða bátsins og draga úr veltu.
20. Bátlíkan, (fyrirmynd, snið) af
vélbátnum Blátindi VE 21, sem Gunn-
ar M. Jónsson, skipasmíðameistari,
smíðaði fyrir íslenzka ríkissjóðinn
árið 1945.
21. Bátlíkan, „Hrönn“. Líkanið
smíðaði Olafur St. Ölafsson, vélsmið-
ur og forstjóri VélsmiðjunnarMagna,
þegar hann stundaði vélsmíðanám á
ísafirði á árunum 1916—1919. Lík-
anið er smíðað eftir teikningu, sem
Bárður Guðm. Tómasson, skipa-
smíðameistari, gjörði, og flestir úti-
legubátar Isfirðinga voru á sínum
tíma með þessu lagi.
Frú Dagmar Erlendsdóttir frá Gils-
bakka hér í bæ, ekkja Ólafs heitins,
og svo synir þeirra hjóna, Erlendur
og Gunnar, gáfu Byggðarsafninu lík-
anið.
22. Bátlíkan af nýtízku togbáti.
Bátlíkan þetta hafði Runólfur Jó-
hannsson, skipasmíðameistari hér í
Eyjum, smíðað að miklu leyti, þegar
hann féll frá. Sigurður Jónsson frá
Hallgeirsey í Landeyjum, „model-
smiður“ í Landsmiðjunni í Reykja-
vík, smíðaði yfirbygginguna, siglu-
trén og bjó til reiðann.
23. Bátshaki. Hann var notaður
til að draga bát að bryggju, ýta bát
frá bryggju, taka inn línuból á mið-
um úti og svo innbyrða festarhálsa á
Höfninni, þegar bát var lagt við ból.
24. Bátshaki, innlendur með þrem
krókum. Hann var m. a. notaður til
að krækja í fiska, sem flutu af línu
við borðstokkinn, þegar hún var
dregin.
25. Bátshaki, lítill. Hann var not-
aður á litlum vélbát til þess að ná upp
festarhálsi á Höfninni, þegar báti var
lagt við ból, og svo til þess að halda
báti við bryggju. Hann er frá fyrstu
árum vélbátaútvegsins hér í Eyjum.
Þessi fannst á reki á Eyjamiðum.
26. Bergmálsdýptarmœlir (Bendix-
gerð). Þessi dýptarmælir er einn
hinna allra fyrstu, sem hér var settur
í bát.
Gefendur: Bræðurnir frá Engey
við Faxastíg, Sigurður og Sigurjón
Jónssynir.
27. Bitafjöl úr áttæringnum Isak.
Ekki verður annað lesið á bitafjöl-
180
BLIK