Blik - 01.06.1972, Page 192
„Lœkurinn", athafnasvœSi Eyjajólks viS höjnina í Eyjurn í 10 aldir. —- Fiski landaS
og skipt. Verzlunarskip danskt liggur á höjninni. Laupúr fylltur grjóti sést til vinstri
á myndinni (ferningslöguS hleSsla). Þar standa menn uppi á. Þetta eru leijar af
,MiSbúSarbryggjunni“, sem brotnaSi annars í ófviSri eftir síSustu aldamót.
um tíma og notað'i um skeið, Þor-
valdur skipstjóri og útgeröarmaður
Guðjónsson frá Sandfelli (nr. 36 við
Véstmannabraut). Sumar eitt stund-
aði hann hrefnuveiðar á vélbáti sín-
um Leó VE, sem hann var eigandi að
og skipstjóri á.
97. Hvalskutull, íslenzk smíði. Ás-
geir Guðmundsson, smiður í Litlabæ,
smíðaði hann um 1880.
98. Ifœra (lúðuífæra). Þær voru
notaðar til þess að bera í stóra drætti
við borð skipanna eða í sjólokunum,
svo sem flakandi lúður. Gefandi:
Gunnar Marel Jónsson.
99. Ilar —- þrír lýsisílar. Þessi lýs-
isílát kenndi séra Oddur Gíslason,
prestur í Grindavík (1878—1894) ís-
lenzkum sjómönnum að nota til að
draga úr slysahættu á sjó. Séra Odd-
ur Gíslason „hinn ötuli framkvæmda-
garpur þessa málefnis“, eins og kom-
izt er að orði um hann í góðri heim-
ild, hélt fyrirlestur um slysavamir á
sjó í Vestmannaeyjum 2. febrúar
1889. Fyrirlestur prestsins var fjöl-
sóttur í Eyjum og sýndi Eyjafólk
mikinn áhuga þessu málefni, sem
fjallaði einvörðungu um „bjargráð í
sjávarháska“. (Sjá 6. árg. Fjallkon-
unriar árið 1889). Eftir þessa heim-
sókn séra Odds Gíslasonar til Eyja
voru ílar almennt notaðir á skipum
Eyjamanna. Bezt þótti hákarlalýsi til
nota í ílana. Þeir voru ýmist bundnir
á síður skipanna eða dregnir á eftir
þeim, þegar stormar og stórsjóar
steðjuðu að.
ílar þessir eru frá útgerÖ Ársæls
Sveinssonar á Fögrubrekku.
190
BLIK