Blik - 01.06.1972, Page 196
Þessi mynd er meira en 65 ára gömul. Vélbátur settur á land í Botninum. Til
þeirra jramkvœmda voru notaðar þrískornar blakkir og svo heimagert spil úr
trjám, svo sem sýnt er á bls. 196. Sú mynd er af bátavindu frá gömlum út-
gerðartímum í Papey. En svipuð að gerð voru þá þessi hjálpartœki um allt
land.
127. Lyfjakassi úr fyrsta vélbát, er
Helgi útgerðarmaður og kaupmaður
Benediktsson eignaðist hér í bæ. Það
var vélbáturinn Auður VE 3, sem
fyrst var gerð hér út árið 1926.
Gunnar Marel Jónsson, skipasmíða-
meistari, smíðaði vélbát þennan og
svo lyfjakassann.
128. Lýsiskrani. Þetta er sagður
fyrsti lýsiskraninn, sem hér var not-
aður. Einokunarverzlun Bryde (Aust-
urbúðin) lét setja hann á lýsisgeym-
inn sinn um 1870, og var hún þá svo
að segja einráð um öll lifrakaup og
alla lýsisframleiðslu í kauptúninu.
Þennan lýsiskrana átti síðast Pétur
bóndi Lárusson á Búastöðum og gaf
hann Byggðarsafninu árið 1938.
129. Netjaflá úr tré. Þær voru al-
gengar hér á landi fyrir aldamótin
síðustu, þar sem erfitt var þá að fá
kork keyptan til þess að búa til flár
úr.
130. Netjakúlunálar úr látúni,
gerðar til þess að riða utan um gler-
kúlur, sem um árabil voru notaðar á
þorskanet hér á vélbátaflotanum.
131. Netjakúlur úr gleri í riðnum
poka. Þær voru notaðar frá fyrstu
tíð þorskanetjanna.
132. Netjanál úr beini — síldar-
netjanál, sérleg. Netjanál þessa gaf
Þórður H. Gíslason, netjagerðar-
meistari, Byggðarsafninu. Á henni
eru skelplötukinnar.
133. Netjanálar þrjár úr harðviði.
Þessar nálar voru fyrst og fremst not-
aðar til að bæta og fella síldarnet.
Gefandi: Þórður H. Gíslason.
134. Netjanál til þess gerð að bæta
með botnvörpur.
135. Netjanálar úr tré — nokkrir
194
BLIK