Blik - 01.06.1972, Blaðsíða 205
Héðinn Vilhjálmsson gullsmiðs
Brandssonar í Eyjum.
Oskar skipstjóri Matthíasson, sem
á sínum tíma eignaðist bátinn, gaf
Byggöarsafninu talstöðina.
228. Taumarokkur. Frumstæðasti
taumarokkur Byggðarsafnsins. —
Taumarokkur var notaður til þess
að snúa tauma á línu. Þennan tauma-
rokk átti Kristján Ingimundarson,
útvegsbóndi og formaður í Klöpp
við Strandstíg.
229. Taumarokkur úr járni. Þenn-
an rokk átti Halldór Brynjólfsson,
sem stundaði sjó hér árum saman og
var þó blindur frá 13 ára aldri. (Sjá
Blik 1958).
230. Taumarokkur. Þennan rokk
átti Magnús Guðmundsson formaður
og útvegsbóndi á Vesturhúsum. Hann
hóf hér þorskveiðar með línu 10.
apríl 1897. Eftir það var taumarokk-
urinn algengt áhald í útvegsbænda-
heimilum hér og ýmsir utan þeirra
heimila höfðu atvinnu af því að snúa
öngultauma. (Sjá Blik 1969).
231. Taumarokkur úr dánarbúi
Símonar útgerðarmanns Egilssonar á
Stað hér við Helgafellsbraut (nr.
10).
232. Taumarokkur úr dánarbúi
Stefáns Guðlaugssonar útvegsbónda
og skipstjóra í Gerði. Um áratugi
voru snúnir öngultaumar á hina
kunnu Halkion-útgerð hér á þennan
taumarokk.
233. Trompjárn. Það var a. m. k.
trú hákarlaveiðimanna, að hákarlinn
væri alveg sérstaklega lyktnæmur
fiskur. Þeir þóttust líka hafa reynslu
fyrir því, að hákarl væri alveg sér-
staklega gráðugur í bræður sína, ef
hann ætti þess kost að éta þá. Þetta
var ástæðan fyrir því, að hákarlafor-
maður, sem ætlaði sér í hákarlatúr,
eins og það var kallað, leitaði sér
fræðslu um það, hvar síðast var
rennt niður hákarlsskrokkum á mið-
um úti. Þangað eða í nánd við þau
mið þýddi ekki að liggja til hákarla.
Þeir tækju ekki beitu, jafnvel ekki
blóðúldið hrossakjöt vætt í rommi,
vegna þess, að þeir hefðu etið sig
sjúka af hákarli, sem þar hafði verið
sökkt til botns.
Þetta var ástæðan fyrir því, að
hákarlaveiðimenn söktu ógjarnan há-
karlsskrokk, þar sem þeir lágu yfir
handvað, fyrr en farið var í land.
Þess vegna voru hákarlsskrokkarnir
„settir á tromp“ meðan á veiðinni
stóð, þ. e.: stungið var gat í gegnum
hausinn á þeim og tóg eða mjó járn-
festi þrædd í gegnum það. Þannig
voru hákarlsskrokkarnir „kippaðir
upp“ á festi þessa eða tóg. Síðan
var taug þessi bundin undir kjöl og
endar festir á sitt hvort borð skips-
ins. Þannig lágu hákarlsskrokkarnir
undir kili skipsins, þar til haldið var
í land. Þá var taugin dregin inn í
skipið, og sukku þá skrokkarnir til
botns. Alls staðar var það kallað að
„setja á tamp“, þegar hákarlsskrokk-
arnir voru „þræddir“ upp á taugina
(festina, tampinn). En hér í Vest-
mannaeyjum var þetta kallað að
trompa. Og áhaldið, sem notað var
til þess að setja gatið gegnum haus
hákarlsins, var kallað trompjárn. Það
BLIK
203