Norðurljósið - 01.01.1976, Blaðsíða 2
2
NORÐURLJÓSIÐ
Til kaupenda Norðurlfóssins
Norðurljósið kemur um þetta leyti í hendur áskrifenda sinna.
Á bak við það liggur mikil vinna, sem er gefin öllum áskrifend-
um eða kaupendum ritsins. Það fé, sem kemur inn fyrir það,
fer ævinlega allt til ritsins.
Viljið þið nú, mínir háttvirtu áskrifendur, leggja á ykkur þá
fyrirhöfn, að greiða árgjald ritsins, helst sem allra fyrst. Það
hefir enga innheimtumenn, sem geti komið heim til ykkar og
tekið á móti árgjaldinu. Ég á ekki heimangengt með góðu móti
og tek að gerast aldurhniginn. Réttið Nlj. því hjálparhönd í þessu
efni og greiðið árgjaldið 500 kr. inn á gíróreikning minn nr.
11050. Eða sendið póstávísun frá næsta pósthúsi. Með fyrirfram
þakklæti. — Ritstjórinn.
Áramótaljóð
1. Likt eins og snækorn árið er,
aldanna ber það hríðarél,
stormþyrlað, hrakið framhjá fer
og felst í tímans jökulskel.
Hjarnfönnin, eilífð, hylur vor
hraðstignu spor.
2. Laufblaði smáu líkjumst vér,
laufguðu tré, sem fellur af,
visnað og týnt það vindur ber
og verpur það í fannarhaf.
Guð, oss þín laufblöð, gleymd og hrjáð,
geymi þín náð.
3. Upprennur bráðum árið nýtt,
enginn veit, hvað að höndum ber.
Þolgóðir móti stormum strítt
í styrkleik Drottins getum vér.
Græði hann öll hin gömlu sár. —
Gleðilegt ár!