Norðurljósið - 01.01.1976, Page 41
NORÐURLJÓSIÐ
41
þungamiðja lífsins verður Guð og vilji hans, en ekki persónan
„ég“?
Meðan Drottinn Jesús var hér á jörðu, leitaði fjöldi fólks til
hans með vandamál sín, einkanlega sjúkdóma, plágurnar, sem
þjáðu það, og svo illu andana, sem komist höfðu í samband við
það og náð valdi yfir því að meira eða minna leyti. En Drottinn
Jesús lælmaði alla. Hann ávítaði engan, þótt sjúkdómurinn gæti
verið manninum sjálfum að kenna. Allir fengu áheyrn, líkn og
læluiingu.
Sem maður, er sjálfur hefir komið til Drottins Jesú, fengið
líkn og lækning þeirra meina, sem eitruðu lífið og slíöpuðu lífs-
þreytu og rændu lífsgleði, býð ég öðrum nú að koma til hans.
Sumir hafa þegið boðið. Þeir hafa komið til Drottins Jesú,
fengið hjá honum fyrirgefning synda og lausn á vandamálum,
t. d. áfengisnautn, sem áður eitruðu lífið. Nú býð ég þér leið-
sögn mína, hvernig þú getur komið til Drottins Jesú á þessari
stundu.
1. Þú ákveður nú, að þú skulir koma nú til hans og veita
honum viðtöku sem frelsara þínum.
2. Þú biður nú með mér og gerir bænarorð þau, er ég hef
yfir, að bænarorðum þínum, reynir að biðja af einlægni og al-
vöru.
3. Þá biðjum við saman á þessa leið: „Kæri Drottinn Jesús,
ég lcem til þín. Ég játa, að mér hefir mistelcist. Ég hefi syndgað,
því að ég hefi elclci alltaf gert vilja Guðs. Ég bið þig: Fyrirgefðu
mér allar syndir mínar fyrir sakir nafns þíns. Hreinsaðu mig
með blóði þínu, úthelltu fyrir mig, af öllum saurugleik og ó-
hreinleik syndarinnar. Ég opna hjarta mitt fyrir þér. Kom inn
í það, Drottinn Jesús með Anda þínum og talc þér bústað þar.
Ég vil kannast við þig fyrir mönnum, að þú ert frelsari minn.
Ég þalclca þér fyrir að talca á móti mér fyrir þíns nafns sakir.
Amen.“
4. Lífsreglur: Láttu aðra vita, að þú hafir telcið á móti Jesú.
Lestu orð hans daglega og leitaðu samfélags við aðra, sem eru
orðnir lærisveinar Krists.
5. Ef þú sendir mér línur, skal ég setja nafn þitt á bænalista
minn.
Hafi svo þökk allir þeir, sem erindi þessu hlýddu. I Guðs friði.