Norðurljósið - 01.01.1976, Page 20
20
NORÐURLJÓSIÐ
ustu-stöð. Farartæki sást hvergi á ferð. Hvergi var bensínsala
eða viðgerðastöð fyrir bifreiðir. Ekkert, ekkert, sem augað eða
ímyndunin gat séð. „Við gætum setið hér fastir dögum saman“,
hugleiddu þeir, ,,áður en hægt væri að ná í hjálp“. Þá yrðum
við að ganga langar leiðir til að ná í mat. Á meðan væri farang-
urinn óvarinn fyrir ræningjum eða þjófum, sem ökumaðurinn
gæti verið í félagsskap við! Sjáanlegt var, að honum duttu heldur
engin góð ráð í hug. Fölur og fullur örvæntingar sat hann við
vegarkantinn og fullyrti, að örlögin væru okkur andsnúin.
Lengra kæmist bifreiðin ekki. Hann gæti ekki gert neitt. Hann
sæi ekkert vit í því, að taka á sig nokkra ábyrgð á þessu. Kon-
urnar gætu gert það, sem þeim sýndist. Þar með væri þetta
útrætt!
Trúboðarnir höfðu mörgum sinnum á þessari ferð sent
,,hjarta“ símskeyti til Aðalstöðvanna himnesku. Frá þeim höfðu
þær fengið þessa fyrirskipun: „Farið út um allan heiminn og
predikið gleðiboðskapinn allri skepnu.“ Nú tóku þær ákvörðun
að gera þetta opinberlega — til þess að Guð fengi dýrðina fyrir
hjálpina, hvernig sem hún kæmi. Annaðhvort varð hjálpin að
korna frá honum eða engin hjálp fengist. Þær stóðu saman og
báðu upphátt til Guðs himinsins, sögðu honum, að þær treystu
honum til að taka þetta sér í hendur og sýna mikinn mátt sinn.
Þær sögðu honum, að þær treystu honum, hvort sem hann gerði
eitthrvað eða alls elcki neitt. Svo biðu þær.
Stutt stund leið. Þá kom ,,smur-apinn“ með skilaboð frá öku-
manninum, sem sat fáeina metra frá okkur. „Afsakið, virðulegu
kennarar, hafið þið nokkurt ,wa-sí-lín‘?“
„Við höfum aldrei heyrt það nefnt,“ kom þeim fyrst í hug.
Þær endurtóku orðið aftur og aftur. Ekkert kínverskt orð líktist
þessu. Allt í einu rann upp ljós fyrir þeim. „Þú átt við ,vasilín‘!“
í víðáttumiklum heimi Kína höfðu þeir heyrt nefnt vestræn lyf,
og orðið hafði festst í minni þeirra. „En nei,“ hugsuðu þær, „við
höfum 9 kg af vasilíni í lyfjabirgðum okkar, en þær eru í um-
bundnum kassa aftast í vagninum. Hvernig getum við náð því
út nema tæma alveg vagninn?“ Þar sem ekki voru nema þessir
tveir kraftalitlu menn, varð konunum Ijóst, að þetta væri nálega
ókleift. Innra með sér spurðu þær Aðalstöðvarnar: „Er þetta
það, sem þú vilt, Drottinn?"
Ljósið kom! „Hvað er líkt vasilíni?" hugsaði hjúkrunar-
kristniboðinn. „Ó, ég veit það!“ Hún þaut til að opna töskuna,
sem merkt var „hjálp í viðlögum". Þaðan tók hún hylki með