Norðurljósið - 01.01.1976, Blaðsíða 157

Norðurljósið - 01.01.1976, Blaðsíða 157
NORÐURLJÓSIÐ 157 eftir var dagsins, hafði hún mjög hljótt um sig. Hún bjóst alltaf við, að einhver mundi hrópa: „Sjáið þið, hvernig hefir verið farið með þorpið okkar!“ En það var ekki fyrr en daginn eftir í kennslustund í félagsfræði, að þau tóku eftir því. ,,Hver gerði þetta?“ „Hvers vegna hefði nokkur átt að gera svona ljótt?“ „Gerði smiðurinn það?“ „Ef þetta var óhapp, hvers vegna var ekki sagt frá því?“ Kennslukonan lét börnin setjast niður. Síðan spurði hún hvert barn: „Gerðir þú það?“ Börnin svöruðu alvörugefin: „Nei, ung- frú.“ Súsí hélt, að orðin mundu kæfa sig, en hún svaraði eins og hin: „Nei, ungfrú Thompson.“ „Börn,“ sagði ungfrú Thompson alvarlega, ,,ég gæti látið þetta mál falla niður. Með fyrirhöfn getum við endurreist þorpið. En vegna barnsins, sem gert hefir rangt, verð ég að biðja ykkur að hugsa um þetta. Ég er viss um, að það var slys, sem olli þessu. Bekkurinn mun fyrirgefa þér þetta, það veit ég. En Guð vill ekki, að þú ljúgir til að fela óhapp. „Lygavarir eru Drottni andstyggð, en þeir, sem sannleik iðka, eru yndi hans,“ segir Guð í Orðs- kviðunum 12.22. Nú, hefir nokkur eitthvað að segja?“ „Ég gerði það,“ hraut út úr Súsí. „Ó, mér þykir það svo leiðin- legt — ég ætlaði ekki að gera þetta, en ég hefði átt að segja þér þetta, ungfrú Thompson. Ég gerði þetta, þegar ég náði í bókina fyrir þig. Ó, mér þykir þetta svo leiðinlegt.“ Kata og Maja stukku up úr sætum sínum og vöfðu hana örmum. „Vertu ekki að gráta, Súsí, þetta er allt í lagi. Við fyrir- gefum þér, við fyrirgefum þér öll. Uss, segðu ekki orð.“ Það var ekki gert. Bekkurinn fór, hljóðlega og vandlega, að endurreisa litla þorpið. Á vissan hátt gladdi það börnin, að þetta hafði komið fyrir. Kris fékk færðar byggingarnar og að láta lítinn læk — vatn í raun og veru — renna í gegnum þorpið og yfir vatnshjólið í myllunni. En sælust allra barnanna var Súsi, er sagt hafði satt, þótt það væri sárt, og var fyrirgefið þess vegna. 4. Ruddinn lagði gildru fyrir Matta. Matti stóð fyrir framan föður sinn og ræskti sig til að vekja eftirtekt hans. Pabbi hans var að lesa dagblaðið og heyrði hvorki til Matta né sá hann. Loksins gaus út úr Matta: „Heyrðu, pabbi, get ég talað við þig?“ Faðir hans lagði óðar blaðið frá sér og dró að stól handa Matta að setjast á. „Vissulega, sonur góður, hvað vantar þig?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.