Norðurljósið - 01.01.1976, Page 69

Norðurljósið - 01.01.1976, Page 69
NORÐURLJÓSIÐ 69 viðtöku sem frelsara mínum, hafði ég mætt mótspyrnu af hálfu myrkravaldanna. Ég vissi undir eins, að djöfullinn er raunveru- leiki. Samt sem áður er þetta svo, að það, sem er í hjarta manns- ins, kemur út úr munninum. Eitthvað hafði áreiðanlega gerst hið innra með mér. Tilfinning um vellíðan hið innra kom þegar í stað. Það var friður, sem varð ekki skýrður á mannlega svið- inu. Allar mínar kringumstæður voru hinar sömu. Þetta var alveg sérstakt, því að mér virtist ég allt í einu þekkja Guð persónulega. Hindrun hafði verið rutt úr vegi. Ég var í sambandi við hann. Fáum dögum eftir afturhvarf mitt langaði mig til að eignast biblíu. Á öllum mínum rökræðuárum hafði mér aldrei komið til hugar að eignast biblíu. Bóksalinn virtist alveg skilja, hvernig mér leið og var mér sem bróðir. Mér var ljóst, að hann þekkti Guð minn. Ég hafði aldrei átt bróður áður, svo að þetta var yndisleg reynsla. Ég keypti nútíma þýðingu. Ég var brátt kominn heim og strikaði undir greinir, sem mér fundust efnisríkar. Það virtist, að nýtt líf væri hið innra með mér, og það krafðist næringar, sem hvergi var að fá nema í orðum þessarar bókar, sem allt í einu var orðin mesti fjársjóður minn. Mér leið svo vel. Á kvöldin sat konan mín og horfði á sjón- varpið. Ég sat og las þessa bók stundum saman. Ég vissi ekki alveg, hvað hafði gerst. Brátt fór ég að segja öllum, hve dásam- leg þessi reynsla væri, og ég sagði, að þeir gætu öðlast hana líka. Þetta var gjöf, sem mér virtist, að margir aðrir þörfnuðust. Ein- kennilegt var, hve fáir virtust hafa löngun til að eignast þessa gjöf. Ég man, að mér leið eins og manni, sem fundið hefir upp óbrigðula lækningu við krabbameini, en enginn vill læra að þekkja hana. „Sumt sæðið féll í góða jörð og það óx.“ Konan mín, Eilín, var ein hinna fyrstu, sem eignuðust þessa dásamlegu nýju reynslu af Guði, þótt það væri á allt annan hátt en ég. Eilín hefir alltaf verið rólynd. Ég hefi verið bráðlyndur og áhyggju- fullur. ,,Skeifugarnarsárið“, sem ég fékk ungur, verður líklega aldrei á vegi hennar. Hún hefir alltaf verið merkilega heilsugóð. Ég hefi verið skelfdur út af hugsanlegri berklaveiki, sendur í sjúkrahús vegna hálseitla, botnlangans og tveggja kviðslita. Hún hefir sneitt hjá þessu öllu. Barnsfæðing jafnvel gerðist með umræðum í lágmarki. Morgun einn færði hún mér tebolla og sagði um leið, að bráðum mundi barn fæðast. Ég hafði áður lent í því að komast aðeins með naumindum með hana í sjúkra-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192

x

Norðurljósið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.