Norðurljósið - 01.01.1976, Page 69
NORÐURLJÓSIÐ
69
viðtöku sem frelsara mínum, hafði ég mætt mótspyrnu af hálfu
myrkravaldanna. Ég vissi undir eins, að djöfullinn er raunveru-
leiki. Samt sem áður er þetta svo, að það, sem er í hjarta manns-
ins, kemur út úr munninum. Eitthvað hafði áreiðanlega gerst
hið innra með mér. Tilfinning um vellíðan hið innra kom þegar
í stað. Það var friður, sem varð ekki skýrður á mannlega svið-
inu. Allar mínar kringumstæður voru hinar sömu. Þetta var
alveg sérstakt, því að mér virtist ég allt í einu þekkja Guð
persónulega. Hindrun hafði verið rutt úr vegi. Ég var í sambandi
við hann.
Fáum dögum eftir afturhvarf mitt langaði mig til að eignast
biblíu. Á öllum mínum rökræðuárum hafði mér aldrei komið
til hugar að eignast biblíu. Bóksalinn virtist alveg skilja, hvernig
mér leið og var mér sem bróðir. Mér var ljóst, að hann þekkti
Guð minn. Ég hafði aldrei átt bróður áður, svo að þetta var
yndisleg reynsla. Ég keypti nútíma þýðingu. Ég var brátt kominn
heim og strikaði undir greinir, sem mér fundust efnisríkar. Það
virtist, að nýtt líf væri hið innra með mér, og það krafðist
næringar, sem hvergi var að fá nema í orðum þessarar bókar,
sem allt í einu var orðin mesti fjársjóður minn.
Mér leið svo vel. Á kvöldin sat konan mín og horfði á sjón-
varpið. Ég sat og las þessa bók stundum saman. Ég vissi ekki
alveg, hvað hafði gerst. Brátt fór ég að segja öllum, hve dásam-
leg þessi reynsla væri, og ég sagði, að þeir gætu öðlast hana líka.
Þetta var gjöf, sem mér virtist, að margir aðrir þörfnuðust. Ein-
kennilegt var, hve fáir virtust hafa löngun til að eignast þessa
gjöf. Ég man, að mér leið eins og manni, sem fundið hefir upp
óbrigðula lækningu við krabbameini, en enginn vill læra að
þekkja hana.
„Sumt sæðið féll í góða jörð og það óx.“ Konan mín, Eilín,
var ein hinna fyrstu, sem eignuðust þessa dásamlegu nýju
reynslu af Guði, þótt það væri á allt annan hátt en ég. Eilín
hefir alltaf verið rólynd. Ég hefi verið bráðlyndur og áhyggju-
fullur. ,,Skeifugarnarsárið“, sem ég fékk ungur, verður líklega
aldrei á vegi hennar. Hún hefir alltaf verið merkilega heilsugóð.
Ég hefi verið skelfdur út af hugsanlegri berklaveiki, sendur í
sjúkrahús vegna hálseitla, botnlangans og tveggja kviðslita. Hún
hefir sneitt hjá þessu öllu. Barnsfæðing jafnvel gerðist með
umræðum í lágmarki. Morgun einn færði hún mér tebolla og
sagði um leið, að bráðum mundi barn fæðast. Ég hafði áður
lent í því að komast aðeins með naumindum með hana í sjúkra-