Norðurljósið - 01.01.1976, Side 4
4
NORÐURLJÓSIÐ
Þá greip Guð fram í
Eftir Iris Moules, Indlandi.
Sannar sögur af björgun fólks úr alls konar hættum á landi og
sjó. — Ritstj. Nlj. sneri á íslenzku með leyfi útgefanda.
1.
LOFSÖNGUR í REYK.
„Loginn skal ekki granda þér.“ (Jesaja 43. 2.).
„Þetta er eina borgin, sem ég veit, að reist er á þvergnípi,“
sagði velkunnur, kristilegur leiðtogi frá Bandaríkjunum. Hann
sagði þetta um Mussoorie, sem er trúboðsstöð í Indlandi í borg,
sem stendur á 7000 feta háu fjalli. í austurhluta hennar er
hvíldarstaður kristniboða. Þeir koma þangað mánuðina apríl lil
september, leita þar stundarhælis fyrir ægihita þeim, sem er
niðri á sléttunum.
„Jesscot" var reist háskalega nærri tindi fjallsins. Það virtist
sem stökkva mætti af svölunum ofan í djúpið fyrir neðan. Hlíð-
in var skógi vaxin, svo að minna bar á brattanum. Greinar
trjánna snurtu húsið, er vindarnir fóru kveinandi upp og niður
brattann, þaktan trjám.
Hér var miðstöð nýliða í trúboðsstarfinu, sem voru að nema
tungu landsmanna. Skólinn stóð á sjálfum tindinum. Hann var
miðstöð fimmtán eða fleiri nýliða, sem voru að læra að laga sig
eftir öðrum lifnaðarháttum og nýju landi. Þetta var Guði helg-
að fólk.
Skrýtin hljóð rufu kyrrð þá, er ríkti í skóginum. Nemendur
voru þar í einkatímum hjá kennurum, sem kenndu þeim hljóð-
fræði. Aðrir biðu eða voru að námi á steyptum stéttum, sem
lágu meðfram hliðum hússins. Þaðan mátti sjá niður yfir hæðir
og dali. Skyggni þennan dag var mjög lítið. Reykur var í lofti
og andrúmsloftið þungt. Reykský frá skógareldum drógu að sér
athygli.
Athygli okkar drógst meir og meir að því, sem við nefndum
„dhobie ghat“ (Þvottamanns pollinn). Þar var þéttur hópur af
húsum við ána. Þarna bjó sú stétt, sem þvoði þvotta. Þaðan
lagði reyk, sem þandist út og varð sem þykk þoka. Hana lagði
upp til okkar á milli greina trjánna. Fólk mátti sjá, er flýtti sér