Norðurljósið - 01.01.1976, Page 51
NORÐURLJÓSIÐ
51
er svarað gat spurningum mínum um lífið, dauðann, biblíuna
og sannleikann. Hann sýndi mér með biblíunni, að spádómar
hefðu rætst. Vitnaði hann til nokkurra atburða sem gerst hafa
á þessari öld. Finnast þeir spádómar í 3. bók Móse, 26. kafla og
í Matt. 24. kafla.
Smám saman slcildi ég, að Kristur hafði gert meir en að
uppfylla spádómana, er hann kom hingað. Hann hafði líka
nægilega sýnt, að hann væri í raun og veru sonur Guðs. Enn-
fremur höfðu dauði hans og upprisa haft slík áhrif á fylgjendur
hans, að innan fárra ára höfðu þeir sett heiminn á annan end-
ann. Mér var líka sagt frá skírn Andans og kraftaverkum innan
kristinnar lcirkju. (S. G. J. þýddi1).
Loðskinn í stað dúks
Sjónvarpið eins og útvarpið flytur margt fróðlegt um fjar-
lægar þjóðir, lönd og lýði, dýralíf, gróður, landslag og borgir.
En naumast mun það hafa sýnt eða flutt fregnir af því, hve
erfitt getur verið að snúa orðum hinnar gömlu bókar, biblíunn-
ar, á sum þau tungumál, sem frumstæðar þjóðir mæla á.
Fróðleiksfúsum lesendum skal hér gefið sýnishorn af því,
hvers konar vanda getur borið að höndum í þessum efnum.
Á meðal frumbyggja Ástralíu eru margar mjög fámennar ætt-
kvíslir. í þeirri, sem fjölmennust er af þeim, eru innan við 2000
manns. Af þessa heims gæðum eiga þeir færra en flestir aðrir.
Veiðimenn eru þeir og hafa enga fasta bústaði. Hver frum-
byggi lítur á sjálfan sig sem hluta, þó mikilsverðan hluta, af
ættkvíslinni sem heild. Hver einstaklingur leitar til fornra arf-
sagna til að finna sitt hlutverk í ættkvíslinni.
Biblíuþýðendur, sem búið hafa hjá þeim, hafa fundið náin
menningartengsl við fólkið, sem var uppi á tímum biblíunnar.
En frumbyggjarnir hafa haft svo lítil samskipti við vestræna
menningu, að einföldustu hlutir, sem nefndir eru í biblíunni,
geta verið þeim ókunnir.
Þetta kom sérlega skýrt í ljós, er snúa skyldi eftirfarandi
orðum á tungu frumbyggja: „Enginn saumar bót af óþæfðum
dúk á gamalt fat; því að þá nemur bótin af því, hið nýja af
hinu gamla, og verður af verri rifa.“ (Mark. 2.21.).
Frumbyggjar þekkja ekki klæði, gerð úr dúk. Sá eiginleiki