Norðurljósið - 01.01.1976, Page 125
NORÐURLJÓSIÐ
125
Postulasagan 15. kap. skýrir frá Faríseum, er tekið höfðu trú
á Krist. Þeir vildu, að heiðingjar, sem tóku trú, væru umskornir
og boðið að halda lögmál Móse. En heilögum Anda og postulun-
um leist eigi að leggja frekari byrðar á þá en þar er lýst í 29.
grein.
Lögmál Krists. Gal. 6. 2. er nýja boðorðið, sem hann gaf. Jóh.
13. 33., 34.; 15. 12., 13. Af Efes. 5. 25. og Gal. 2. 20. sést, að
lögmál Krists gerir meiri kröfur en jafnvel „konunglega boð-
orðið“ Jak. 2. 8. Það boðorð fullnægði öllum lcröfum siðferðis-
lögmálsins. Róm. 13. 8. —10. Gal. 5. 13., 14. Lögmál Krists,
kærleikurinn, á uppruna sinn í Guði 1 Jóh. 4. 7. —19. Hann er
gjöf Guðs og ávöxtur heilags Anda. Gal. 5. 22.
Náð. Óverðskulduð velþóknun Guðs, veitt syndugum mönn-
um vegna Jesú Krists. Jóh. 1. 17., Róm. 5. 15.
Náöarstóll. Róm. 3. 25. Lokið á sáttmáls á örkinni, 2. Mós.
25. 17. —22. Hebr. 9. 5. Ofan af arkarlokinu, náðarstólnum,
heyrði Móse rödd Drottins tala við sig. 4 Mós. 7. 89., Sbr. Hebr.
4. 16.
Náttúrlegur — orðrétt: sálarlegur — maður 1 Kor. 2.14.,
sem lætur sálarlífið, hugsjónir og hneigðir, ráða gerðum sínum,
en stjórnast ekki af lægstu hvötum líkamseðlisins.
Ok. Tréslá, er lá yfir háls dráttardýra. Ösamlíynja ok, 2 Kor.
6. 14., var ok lagt á tvö ólík dýr, t. d. uxa og asna. 5 Mós. 22. 10.
Okra með Guðs orð. 2 Kor. 2. 17. Boða Guðs orð og breyta
því til að græða fé. Sbr. 4. kap. 2. grein.
Orð krossins. 1 Kor. 1. 18. Boðskapurinn um fórnardauða
ICrists. 1 Kor. 15. 3.
Reykelsisaltarið 2 Mós. 30. 1, —10. stóð í fremri tjaldbúðinni
við innra fortjaldið. Brennt var daglega reykelsi á því, og mun
hafa verið borið inn í innri tjaldbúðina, er æðsti presturinn fram-
kvæmdi friðþæging fyrir syndir ísraels. Sbr. 3 Mós. 16. 12., 13.
og Hebr. 9. 4.
Réttlæting af trú er rædd frá ýmsum sjónarmiðum í Róm.
3.24.-4.25. Orðin: „Réttlættir af trú höfum vér því frið við
Guð. Róm. 5.1., eru beint framhald af Róm. 3.19, — 23.
Rógberinn, 1 Tím. 3. 6., 7. er djöfullinn.
Saurlifnaður, saurlífi er óhreint líferni, skírlífisbrot fólks, sem
ekki er í hjónabandi.
Sáttargerðin, þjónusta hennar og orð 2 Kor. 5. 19, —21. Allir
menn eiga að láta af óvináttu sinni gagnvart Guði, því að dauði