Norðurljósið - 01.01.1976, Side 87
NORÐURLJÓSIÐ
87
3. Krossinn og lærisveinninn.
Jesús Kristur leggur þetta ,óhjákvæmilega‘ í sambandi við
krossinn á lærisveina sína. Þegar þeir vildu fá hann til að forðast
Jerúsalem, sagði hann: „Vilji einhver fylgja mér, þá afneiti
hann sjálfum sér og taki upp kross sinn daglega og fylgi mér.“
Fyrir lærisveininn er það krossinn: að láta vilja Guðs sitja í
fyrirrúmi fyrir ölium jarðneskum böndum. Öll ást, allar eignir
verða að lúta sjálfviljugri undirgefni við vilja Guðs. „Snúðu þér
að krossinum, en líttu aftur fyrir hann.“ Fyrir oss eins og fyrir
Drottin vorn, er páskahlið á fórn. Þeir, sem fórnað er sem
fórnarlömbum, verða hafnir upp sem sigurvegarar. Mjór er veg-
urinn, sem liggur til lífsins. Krossinn er leiðin að hásætum og
kórónum í konungsríki himnanna. Samfélag við kross Krists
leiðir til hluttöku með honum í þjónustu hans, hlutdeildar í
dýrð hans.“ (Þýtt úr The Flame nr. 4, 1975. S. G. J.).
Frá Chile
Margt hefir verið ritað og einnig flutt í fjölmiðlum frá Chile,
landinu langa á vesturströnd Suður-Ameríku, síðan stjórnar-
byltingin var gerð þar.
Eins og í fleiri ríkjum Suður-Ameríku ríkti þar geysilegur
stéttamismunur. Margir voru ríkir eða sæmilega efnaðir, en
fjöldi manna í verkalýðsstétt var mjög fátækur. Fátækt er jafnan
sá jarðvegur, sem kommúnismi sprettur vel í. Eins og hann er
boðaður, virðist hann landið fyrirheitna. En „maðurinn lifir
ekki á brauði einu saman, heldur á sérhverju orði, sem fram
gengur af Guðs munni. Þannig mælti hinn blásnauði Jesús frá
Nazaret, er Satan freistaði hans, er hann var sárlega hungraður
eftir fjörutíu daga föstu.
Verkamenn í Chile sáu í kommúnismanum land fyrirheita um
betri framtíð. En til þess að geta útbreitt hann, þurftu þeir að
hafa prentsmiðju. Til að eignast hana seldu þeir allt, sem þeir
gátu selt, t. d. borð og stóla úr húsum sínum og sátu á trékössum
í staðinn. En prentsmiðjuna eignuðust þeir, og ritin streymdu
út um landið.
Þegar hér var komið sögu, átti að hefja dreifingu kristilegra
smárita í Suöur-Chile. Það var sagt um Zhukow, hershöfðingja
mikinn meðal Rússa í síðustu stórstyrjöld: „Zhukow er góður