Norðurljósið - 01.01.1976, Blaðsíða 27
NORÐURLJÓSIÐ
27
Loksins sagði maður í bankanum: „Við viljum ekki fara illa
með þig. En við verðum að fá einhverja peninga. Framkvæmda-
stjórarnir segja, að við verðum að innheimta eitthvað hjá þér,
eða við verðum blátt áfram neyddir til að bjóða upp eignina.“
Við Ma vissum alls ekki, hvað í veröldinni við ættum að gera.
Við áttum blátt áfram enga peninga til að greiða bankanum. Við
veltum fyrir okkur, hvað mundi lcoma fyrir okkur og litlu börnin
okkar. Bankamennirnir voru okkur góðir, en þar kom, að á til-
teknum degi yrðum við að hafa greitt, eða bankinn yrði neydd-
ur til lögtaks. Ég reyndi og reyndi að fá vinnu, en það var hvergi
vinnu að fá. Við blátt áfram vissum ekki, hvað verða mundi
um okkur.
Þá bar svo til, að hávaxinn maður og ókunnur kom ríðandi
niður þennan veg. Hann reið upp trjágöngin alveg eins og þú.
Hávaxni maðurinn sagði okkur, að hann hefði heyrt, að við
værum í vandræðum. Hann langaði til að hjálpa okkur. Hann
fór með mér til bankans, og þeir í bankanum þekktu hann.
Hann sagði við bankastjórann:
„Þessi maður á konu og ung börn. Hann er maður heiðar-
legur, en hann fær enga vinnu. Gjörið svo vel að taka ekki
búgarðinn af honum. Ég skal ganga í ábyrgð fyrir hann, því
að ég veit, að hann borgar ykkur undir eins og hann getur það.
Gjörið svo vel að taka ekki búgarðinn af honurn."
Við fengum að halda búgarðinum, og seinna gat ég borgað
hann.
En hávaxni maðurinn gerði meira fyrir okkur en þetta. Við
riðum hingað aftur, og ég sagð i konu minni góðu fréttirnar,
að við fengjum að halda búgarðinum. Þá sagði hávaxni maður-
inn, að hann langaði til að tala við mig, konu mína og börnin
í nokkrar mínútur. Við komum saman í dagstofunni þarna.
Hávaxni maðurinn tók þá biblíu úr vasa sínum og sagði: „Sjáið
þið nú til. Þið eigið á hættu að glata einhverju, sem er miklu
meira virði en búgarðurinn. Þið munuð glata sál ykkar, ef þið
finnið ekki einhvern til að hjálpa ykkur að bjarga henni.“
„Hann sagði okkur þá frá Jesú Kristi!“
Er hann hafði sagt okkur, hvernig við ættum að frelsast,
krupum við niður, Ma, ég og eldri börnin í nokkrar mínútur
þarna í dagstofunni, og við festum traust okkar á Jesú Kristi,
að hann frelsaði okkur. Þá steig hávaxni maðurinn á hestbak
og reið á braut.
Bill, síðan höfum við lifað fyrir Drottin. Börnin mín uxu upp