Norðurljósið - 01.01.1976, Side 113
NORÐURLJÓSIÐ
113
á Jesúm. „Réttlættir af trú höfum vér því frið við Guð fyrir
Drottin vorn Jesúm Krist.“ (Róm. 5.1.). Gegn manni, sem er
réttlætur af einhverri ákæru, er ákæran ekki lengur til á þann
hátt, að hún komi hinum réttlætta manni hið minnsta við. Rétt-
læting sannkristins manns er af náð fyrir trú á Drottin Jesúm.
Hann hvorki verðskuldar hana né vinnur fyrir henni. Hún er af
trú, af náð, ekki af verkum. Því er sá maður sæll, sem Drottinn
tilreiknar réttlæti án verka. Vér erum réttlættir fyrir blóð Krists.
(Róm. 5.9.).
4. Maður, sem trúir á Drottin Jesúm Krist, hefir verið inn-
siglaður með heilögum Anda. (Efes. 1.13., 14.). Sá maður er
líkur bréfi, sem innsiglað hefir verið og sent á leið til ákveðins
viðtakanda.
„Trúin (á fyrirheit Guðs) var Abraham til réttlætis reiknuð . . .
Og hann fékk tákn umskurnarinnar sem innslgli trúarréttlætis-
ins, sem hann hafði, meðan hann var óumskorinn.“ (Róm. 4.9.—
11.). Þetta innsigli, umskurnina, bar hann upp frá því, hvert sem
hann fór. Hann bar það, þegar hann fór til Egiftalands og
Filistealands. Innsiglið skildi aldrei við hann.
Innsiglið, heilagur Andi, yfirgefur heldur ekki þann, sem
Guð hefir innsiglað með honum. Maðurinn getur með svívirði-
legum orðum, með beiskju í hjarta, reiði í sál, ofsa í geði, há-
vaða og lastmælum, illu tali um aðra, hryggt Guðs heilaga Anda.
(Efes. 4. 30., 31.). Maðurinn getur slegið slöku við í bæn og
vanrækt þakkargjörð í öllum hlutum, sem er vilji Guðs, og þar
með slökkt Anda Guðs. En orð Guðs segir ekki, að Andinn
verði tekinn frá manninum. „Hann dvelur hjá yður eilíflega,“
sagði Drottinn Jesús. (Jóh. 14.16.).
Vegvillt börn baka stundum foreldrum sínum sorg, sem lýst
geta engin mannleg orð. En skyldleika-sambandið rofnar ekki.
Við getum bakað heilögum Anda sára hryggð og hann getur
leyft okkur að halda okkar veg átölulaust, af því að hann veit,
að við sinnum engum fortölum eða umvöndunum. En hann er
reiðubúinn að hjálpa veikleika okkar, hjálpa okkur að koma
fram fyrir Guð til að játa syndirnar og fá þær fyrirgefnar og
hreinsaðar á brott fyrir dýrmætt blóð Drottins Jesú Krist, þegar
það er orðin einlæg löngun vor.
5. ,,! honum hafið og þér . . . verið innsiglaðir með heilögum
Anda, sem yður var fyrirheitinn, og er pantur arfleifðar vorrar,
pantur þess, að vér erum endurleystir Guði til eignar, dýrð hans