Norðurljósið - 01.01.1976, Blaðsíða 158
158
NORÐURLJÓSIÐ
„Ég þarf að spyrja um eitthvað, sem stendur í biblíunni. Þú
manst eftir, þegar Jesús segir, að slái einhver þig á kinnina, áttu
að snúa hinni að honum. Verður alltaf að gera þetta?“
Augnaráð föður hans mýktist. „Hefir einhver verið að slá þig,
sonur sæll?“
Þrátt fyrir tilraun Matta að hindra það, rann stórt tár ofaii
kinn hans. „Það er strákur í skólanum, sem heitir Butch (Búts).
Hann er alltaf að reyna að koma illindum af stað. Jafnvel þótt
ég fari ýmsar leiðir heim úr skólanum, eltir hann mig og reynir
að slást við mig.“
Faðir hans spurði: „Er þessi Butch stór strákur, erfitt að jafna
um hann?“
Matti kinkaði kolli. „Hann mundi flá mig lifandi, ef hann
næði í mig.“
Faðir hans brosti út í annað munnvikið, svo að sólbrunnið
andlit hans hrukkaðist. „Biblían ráðleggur að berjast eklci við
þann, sem ekki er hægt að sigra. (Lúk. 14.21., 22.). Þetta merkir
auðvitað ekki, að þú eigir að standa kyrr og láta hann lúberja
þig. Hafir þú gert einhverjum rangt til, þá eiga þeir að ákveða,
hvernig það verði jafnað. Hefir þú gert Butch rangt til? Gert
gys að honum? Strítt honum?“
„Nei, herra, hann er svona við alla. Engum geðjast að hon-
um.“
„Kannski ég ætti að tala við föður hans?“
„Hann á engan föður, pabbi. Móðir hans vinnur í veitinga-
stofu á kvöldin, svo að hún er ekki heima, þegar hann kemur
heim. Auk þess metur hann hana ekki mikils.“
„Hefir þú reynt að vera góður við hann? Ef til vill lætur hann
svona, til að fela, hvernig honum líður?“
„Já, herra,“ andvarpaði Matti. „Hérna um daginn lá hann
á götunni og reiðhjólið hans ofan á honum. Ég hélt hann væri
meiddur og hljóp til að hjálpa honum. Hann stökk á fætur og
hló og fór svo að elta mig aftur. — Þetta var einungis hrekkjar-
bragð.“
„Butch þarfnast Drottins," sagði faðir Matta alvarlega. „Matti,
þú ættir að hjálpa honum til að finna Hann. Það stendur í
Orðskviðunum 10.12.: „Hatur vekur illdeilur, en kærleikurinn
breiðir yfir alla bresti.“ Hvers vegna reynir þú ekki að skipta
þér eigi af því, hvernig Butch lætur, og einsetja þér að verða
vinur hans? Þá þarf hann ekki að vera að sýna, hvað hann sé
mikill. Sjáðu, hvort þú getur ekki áunnið virðingu hans með því