Norðurljósið - 01.01.1976, Blaðsíða 154
NORÐURLJÓSIÐ
154
,,Hæ, þú, Danni!“ „Komdu inn.“
„Ég kom til að líta inn til þín, leitt þetta með fótinn.“
„Já, þöklc fyrir.“
„Þetta hlýtur að vera hræðilega sárt.“
„Ég fæ stundum þrautir. En ímyndaðu þér, Tommi, hvað ég
hefi fengið að gera.“
„Hvað var það?“
„Ég fékk að skoða skurðstofuna. Læknirinn sýndi mér allt,
hjarta og lungnatækin, röntgen-tækin, smásjárnar, skurðar-
borðin og allt. Hann kenndi mér, hvernig á að nota hlustunar-
pípuna og hvernig á að mæla blóðþrýsting. Það getur verið, að
ég ákveði að verða læknir í stað þess að verða vísindamaður.
Hvað heldur þú um það?“
„En þú getur ekki gengið eða gert neitt.“
„Jú, þú munt verða undrandi á því, hvað þessi hjólastóll getur
gert. Ég get jafnvel lyft honum upp á afturhjólin.“ Þar með
kippti Danni stólnum upp að framan, svo að hann stóð á aftur-
hjólunum, uns framhjólin duttu niður.
„En, Danni, líður þér ekki illa?“ „Verkirnir eru stundum
sárir. Þá rifja ég upp ritningar-greinina, sem kennarinn okkar í
sunnudagaskólanum kenndi okkur. Manstu hana? ,Hinn volaði
sér aldrei glaðan dag, en sá, sem vel liggur á, er sífellt í veislu.“
(Orðskv. 15.15). Ég held, að aðferðin til þess, að það liggi alltaf
vel á mér, sé sú: að hugsa um allt hið góða, sem Guð gerir fyrir
mig. Þá þarf ég ekki að knýja mig til að vel liggi á mér. Ánægjan
kemur af sjálfu sér.“
Tommi fór út úr stofunni og hristi höfuðið. „Einhvern veginn
snerist þetta við. Ég kom til að hressa Danna upp, en hann hefir
hresst mig upp í staðinn!"
2. Allsnægta stúlkan.
„Sigra þig við endann á lauginni!“ sagði Virginía.
„Ó, nei, það gerir þú ekki,“ sagði Melissa. Hún vissi samt,
að hin mundi sigra. Virginíu gekk betur í öllu en Melissu.
Stúlkurnar tvær stungu sér. Melissa lamdi vatnið með hand-
leggjum og fótum. Virginía synti með hröðum, ákveðnum sund-
tökum og myndaði varla gára á tæru, bláu vatninu.
Við sundlaugarendann greip Virginía kyrtilinn sinn. „Ég ætla
að ná í hádegisverðinn okkar, Melissa, og láta hann á borðið í
innri garðinum.'
„Get ég hjálpað til?“