Norðurljósið - 01.01.1976, Síða 74
74
NORÐURLJÓSIÐ
og athöfn lífsins, varð að djúpum þorsta. Ég vissi nú, að allt
var mögulegt.
Viðbót ritstjórans.
Sagan hans Maurice Smith er birt hér í ákveðnum tilgangi.
Lesi hana einhver, sem finnur sig í sporum höfundar hennar,
þá bendir hún á hugsanlega ástæðu og lausnarleið.
Nefna má til dæmis þann órjúfandi fjötur, sem ofnautn á-
fengis verður of mörgum þeirra, sem neyta þess. Guðsteinn
Þengilsson læknir sagði, er hann flutti erindi í þættinum um
daginn og veginn 17. nóv. sl„ að 10. hver maður, sem fer að
neyta áfengis, verður alger þræll þess, getur ekki losnað og
deyr eða verður að aumingja.
Þegar menn verða svo ofurölvi, að þeir hafa enga stjórn á sér
eða athöfnum sínum, þá er hætt við, að þeir séu um leið
komnir inn á umráðasvæði vondra vera, illra anda, sem þá geti
farið inn í þá og tekið sér bústað í þeim. Markmið þeirra er
aðeins eitt: tortíming mannsins, alger glötun hans.
Guð bannar ekki í orði sínu að neyta víns. En hann gefur
þetta boðorð: „I stað þess að drekka yður drukkna í víni skuluð
þér fyllast Andanum." (Efes. 5.17.). „Ekki er guðsríki matur
og drykkur, heldur réttlæti, friður og fögnuður í heilögum
Anda.“ (Róm. 14.17.). „Ávöxtur Andans er kærleiki, gleði,
friður.“ (Gal. 5.22.).
Fyrir heilagan Anda vill Guð gefa manninum alla þá gleði,
sem hjarta hans þráir, gleðina, sem hann hyggst að láta áfengið
veita sér. En „horf þú ekki á vínið, hve rautt það er, hversu
það glóir í bikarnum og rennur ljúflega niður. Að síðustu bítur
það sem höggormur og spýtir eitri sem naðra.“ (Orðskv. 23.31.,
32.).
Síðan penni Salómós reit þessi orð eða munnur hans mælti
þau, munu vera um 2900 ár. En vínið hefir ekkert breytst. Áhrif
þess eru ennþá jafn skaðvænleg sem þá. En Drottinn Jesús
Kristur hefir komið til sögunnar síðan. Hann megnar að frelsa
og hann vill það. Stundum frelsar hann manninn þannig, að
hann tekur alla löngun frá honum í áfenga drykki. Stundum
gerir hann það ekki. Þá verður maðurinn að berjast og sem
ofbeldismaður taka himnaríki, sigurinn, með valdi. Oft verða
þeir mönnum til mikillar blessunar, sem þurfa að frelsast í
þann hátt. — S. G. J.