Norðurljósið - 01.01.1976, Blaðsíða 118
118
NORÐURLJÖSIÐ
sem fémissir, eignamissir, heilsuleysi, ástvinamissir, svo að eitt-
hvað sé nefnt. Einn læknir erlendis, sem fann, að hann átti að
snúa sér til Krists og helga líf sitt Guði, missti sex börn og
konuna sína, áður en hann gafst upp, tók á móti Kristi og
helgaði líf sitt honum.
Trúaður kaupmaður varð fyrir miklu fjárhagstjóni. Er hann
kom og sagði móður sinni, mælti hún: „Guði sé lof! Ég var
orðin hrædd um, að hann hefði sleppt hendi sinni af þér.“
Auðvitað geta menn misst konu, börn og eignir án þess að Guð
sé að aga þá. Sagan af Job í biblíunni sýnir það. En sérhvert
Guðs barn, sem vonbrigðum mætir eða raunum, ætti að rann-
saka sig frammi fyrir augliti Guðs, ef vera kynni, að Guð sé
að aga það.
Bent hefir verið á, að í bréfi sínu talar Júdas um menn, sem
„eru fölnuð tré, ávaxtarlaus, tvisvar dauð.“ Hér skal minnt á,
að Júdas segir um þessa menn, að þeir voru „fyrir löngu fyrir-
fram innritaðir til þessa dóms, óguðlegir menn, sem vanbrúka
náð Guðs vors til ólifnaðar og afneita vorum einasta lávarði
og Drottni Jesú Kristi.“ (4. v.).
Á sama hátt og börn Guðs voru þekkt fyrirfram og innrituð
til lífsins á sama hátt þekkti Guð þessa menn fyrirfram og lét
innrita þá til dóms. Ef þeir hefðu nokkru sinni verið börn Guðs,
þá hefði Guð agað þá eins og önnur börn sín. Fyrst þeir fóru á
mis við agann, voru þeir „ekki synir, ekki Guðs börn.“ (Hebr.
12. 7., 8.).
Satt er það, að sem barni, meðan ég var án frelsarans, hélt
hræðslan við glötun mér við lífið. En hún gaf mér engan styrk
gegn freistingunum, heldur ekki, meðan ég hélt, að Guðs börn
gætu glatast. En er ég hafði lært að þekkja „náð Guðs í sann-
leika,“ þá tóku að renna upp nýir og betri tímar með langþráðum
sigri.
„Það er gott, að hjartað styrkist við náð.“ Kæra Guðs barn,
láttu hana styrkja þig til sigurs, svo að þú „afneitir óguðleik og
veraldlegum girndum og lifir hóglátlega, réttvíslega og guðræki-
lega í heimi þessum, bíðandi hinnar sælu vonar og dýrðar-
opinberunar hins mikla Guðs og frelsara vors Jesú Krists, sem
gaf sjálfan sig fyrir oss, til þess að hann Ieysti oss frá öllu rang-
læti og hreinsaði sjálfum sér til handa eignarlýð, kostgæfinn til
góðra verka.“ (Tít.2.11. —14.). - S. G. J.