Norðurljósið - 01.01.1976, Blaðsíða 9
NORÐURLJÓSIÐ
9
litlu töskurnar mínar og var farinn. Ég gat aðeins greint, að
hann stökk frá vagninum og hljóp yfir opið svæði á milli lestar-
innar og borgarveggsins. Hann þaut þar inn um op, og ég fylgdi
eftir sem best ég gat. Ég kom inn í dimm göng. I horni á bak
við hús fann ég hina farþegana í felum. Hermaðurinn minn ungi
hjálpaði mér inn í horn. Þar biðum við öll þegjandi. Skothríðin
hélt áfram, og við hvert skothljóð óttuðumst við, að felustaður
okkar væri fundinn. Hermaðurinn ungi sagði mér að lokum að
fylgja sér. I myrkrinu fundum við óhultari stað á milli nokkurra
heybólstra. Þarna var blettur á milli heysins og leirveggsins, þar
sem sjö af okkur gátu fengið pláss til að húka í. Farið var að
nátta, og kuldinn óx. Ég gróf mig inn í heyið til að fá velgju.
Tunglið var gengið undir og tekið að rigna.
Öðru hvoru um nóttina heyrðist skothríð. En kl. fimm varð
einkennilega hljótt. Þá hvarf ungi hermaðurinn. Og aftur greip
hræðsla mig. Aftur sagði ég við Föður minn: ,,Þú ert minn
skjöldur.“ Hermaðurinn ungi kom aftur, og aftur bauð hann
mér að fylgja mér. Töskurnar mínar voru óhultar hjá honum.
Hann leiddi mig að leirhúsi. Fjölskyldan þar hafði vakað alla
nóttina. Hjá henni var eldur og heitt vatn. Skjólið og hlýjan í
þessu litla leir-herbergi voru sönn þægindi. Ég gat þvegið mér,
náð heyinu úr hári mínu og klæðnaði og hresstist við þetta.
Rétt í því heyrði ég kunnuglega rödd úti fyrir dyrunum.
,,Frú Williams! Eruð þér óhult? Er ekkcrt að yður? Ó, hvílík
nótt! Guð yðar hefir svarað bæn!“ Þetta var embættismaðurinn,
vinur minn, hr. Ch’i. Er skothríðin hófst kvöldið áður, hafði
hann verið fyrir utan lestina og var að reyna að fá stöðvar-
stjórann til að láta lestina halda áfram norður. Skothríðin olli
því, að hann komst ekki aftur í vagninn, en fann skýli annars
staðar. Hann sagði, að við yrðum að fara, ef það væri kleift,
því að kommúnistar mundu koma aftur næsta kvöld. Við yrðum
að komast á brott. Hann fór með mig á járnbrautarstöðina. Þar
fengum við heitt te að drekka. Þar gat ég lagst útaf í rólegu
herbergi. Örmagna af þreytu sofnaði ég skjótt. En það leið
ekki á löngu áður en hr. Ch’i vakti mig ákafur og sagði: ,,Það
er hugsanlegt, að við getum komist norður. Það getur verið,
að þeir láti lestina leggja af stað norður og að við getum komist
í áttina til Kalgan. Við verðum að fara í hana og vera tilbúin.“
Er ég fylgdi hr. Ch’i í áttina til lestarinnar, sá ég unga her-
manninn, vin minn, í nokkurri fjarlægð. Hvað ég var honum
þakklát í hjarta mínu. Ég sá hann aldrei framar. Varð hann