Norðurljósið - 01.01.1976, Blaðsíða 165
NORÐURLJÓSIÐ
165
„þegar ég er rétt nýbúin að læra það, að ég get treyst Guði til
að gera rétt í öllum hlutum?“
7. Hvernig getur mér liðið reglulega vel?
Tumi og Tommi eru tveir litlir drengir. Þeir eru báðir níu
ára gamlir. Báðir eru þeir í fjórða bekk barnaskólans. Þeim
þykir báðum gaman að knattspyrnu, og báðum þykir þeim
pylsur fjarska góðar.
Foreldrar Tuma eru talsvert ströng við hann. Hann verður að
hátta klukkan 10. Hann fer aldrei í bíó og fær ekki að horfa
á sumt í sjónvarpinu. Þau sjá um, að hann bursti tennurnar í
sér eftir hverja máltíð. Þau fara með hann í kirkju tvisvar á
hverjum sunnudegi og jafnvel líka á miðvikudagskvöldum.
Fólkið hans Tomma hugsar á aðra leið: Þú ert ekki ungur
nema einu sinni, þess vegna verður þú að fá að skemmta þér vel.
Hann þarf engum reglum að hlýða. Hann má vera úti eins lengi
að kvöldinu og hann langar til. Hann má horfa á allt í sjón-
varpinu, sem hann langar til. Heimavinnu þarf hann ekki að
leysa af hendi, nema hún sé nógu létt.
Þeir eiga báðir reiðhjól, Tumi og Tommi. Þeim þykir gaman
að hjóla eins hratt og þeir geta frekast. En þeir hjóla ekki oft
saman. Foreldrar Tuma vilja ekki láta hann koma á suma staði,
sem Tommi sækir. Fari Tumi inn í borgina, má hann ekki aka
þar á akbrautinni. Faðir hans segir, að þar sé allt of mikil
umferð bíla. Hann verður að halda sig á gangstéttunum og
smeygja sér framhjá fólkinu. Hann verður að leiða hjólið yfir
gatnamót. Öðru hvoru fer pabbi hans með hann í langa hjól-
reiðaferð út í sveitina. En þær eru aldrei eins langar og Tumi
vildi hafa þær. (Hér á íslandi er bannað að hjóla á gangstéttum.
Þýðandi).
Tommi má hins vegar hjóla hvar sem hann vill. Pabbi hans
segir: „Heyrðu, krakki, þú hefir sama rétt og aðrir að vera á
götunum. Ég greiði mína skatta. Ég á eins mikið í þessum götum
og aðrir. Enginn skal segja mínum krakka, hvar hann getur
ekið á reiðhjóli.11 Tommi verður því vanur að hjóla eftir aðal-
brautum og er laus við ósléttar gangstéttir.
Nú vil ég spyrja ykkur: Hvor þeirra er ánægðari, Tumi eða
Tommi? Það lítur svo út sem Tommi sé ánægðari en Tumi,
fyrst hann má gera það, sem honum sýnist. En þið skuluð heyra
alla söguna áður en þið ákveðið þetta.
1 fyrravetur var Tommi á leiðinni heim og hjólaði svo hratt