Norðurljósið - 01.01.1976, Page 84
84
NORÐURLJÓSIÐ
veru okkar? Ég held hann sé að reyna að segja okkur, að hann
hafi ekki ennþá lokið af að fást við líf okkar, verlcum Guðs sé
ekki lokið af ennþá. Vera má, að þú hafir misst ástvin. Vera
má, að þú eigir ástvin, sem hræðilega er komið fyrir einmitt
núna. Eitthvað skelfilega mikið getur verið að líkama þínum.
Eitthvert vandamál getur verið að buga þig. Þú getur hafa
reynt sára sorg. Sál þín getur verið á einhverjum fjarlægum
stað. Þú getur þarfnast einhvers, sem þú finnur, að þú getur
með engu móti öðlast. En ég segi þér: . . . Hresstu þig upp.
Rósirnar munu blómstra aftur, af því að Guð er lifandi. Guð
er í nú-i ævi þinnar, og hann er nær þér en andardráttur sjálfs
þín, og Guð ætlar að láta rósirnar þínar blómstra aftur.
— S. G. J. þýddi.
Þróunarkenningin hefir brugðist
EFTIR DR. A. J. MONTY WHITE.
Fáu fólki er fyllilega ljóst, að þróunarkenningin svonefnda er
er alls ekki kenning. Til að geta dæmt um þetta þarf að þekkja
ofurlítið „vísindalegu aðferðina“, er svo er nefnd. Setjum svo,
að það sé vísindamaður, sem athugar rás einhverra atburða.
Til að skýra þessa atburði setur vísindamaðurinn fram tilgátu.
Út frá þessari tilgátu setur svo vísindamaðurinn fram stað-
hæfingu. Staðhæfinguna prófar hann svo með tilraunum. Ef
tilraunirnar staðfesta tilgátuna, setur hann fram kennisetningu.
Staðfesti ekki tilraunirnar getgátuna, verður hann að sleppa
henni.
Charles Darwin fór sína frægu ferð á skipinu Beagle. Eftir
þá ferð bar hann fram tilgátu, kenninguna um þróun. Hún átti
að skýra uppruna tegundanna. Kennisetningar þær, sem reistar
eru á þessari tilgátu, verða að prófast á tilraunasviðinu. Nú
skulum við rannsaka sumar þeirra:
1. Þróunarkenningin ber fram þá tilgátu, að úrval náttúrunnar
hafi valdið breytingum þróunarinnar.
Þetta hefir ekki verið unnt að sanna með tilraunum. F. T.
Ayala við Rockefeller háskólann í New York ritaði árið 1969:
,,Það þarf að sýna, að náttúru úrvalið efli aðlögun eftir kringum-
stæðum. Það nægir ekki, að gert sé ráð fyrir því í kenningunni
(um þróun).“