Norðurljósið - 01.01.1976, Side 64

Norðurljósið - 01.01.1976, Side 64
64 NORÐURLJÓSIÐ árekstur yrði, og að ég losnaði við lífið. Ekkert hugsaði ég um þá, sem lent gætu í því slysi, sem ég ætti sök á. Mamma mín varð mjög vonsvikin, er hún sá klæðnað minn. Greinilegt var, hvað hana langaði til að foringi í hernum leiddi hana, ekki ungur náungi, sem enginn liti á tvisvar. í veitinga- húsi í vestur-London talaði hún lengi við mig. Svo virtist sem allt væri rangt, sem ég gerði. Nú yrði ég að komast hærra, þar sem ég hefði haft stöðu í hernum. Til þess væri tvennt nauð- synlegt: Ég yrði að gerast frímúrari svo fljótt sem auðið væri. Þessu gæti hún komið til vegar með aðstoð manna, sem hún þekkti. í öðru lagi yrði ég að slíta trúlofun minni og stúlkunnar. Þótt hún væri nógu lagleg, ætti hún engan að bakhjarli og mundi því skjótlega draga mig niður í göturæsið aftur. Eitthvað var í mér, sem reis upp gegn þeirri hugmynd, að ég kæmist áfram með annarra hjálp. Ég sagði berum orðum, að ég ætlaði að kvongast við fyrsta tækifæri. Ég gæti vel séð um mig sjálfur. Eigi að síður mætti ég bitrum vonbrigðum. Enginn þurfti mann, sem átti enga sérþekkingu. Ég hafði vanið mig á íburðarmikið líf. Vandamálið var peningar, býst ég við. Skrifstofan, sem greiddi hermönnum laun, hafði óvart sett mér til tekna laun tveggja manna, sem hétu Smith. Með venjulegri léttúð og skeytingarleysi eyddi ég þeim báðum. Svo var krafist endurgreiðslu. Peningar voru verulegt vandamál, sem átti þó brátt eftir að versna ennþá meir. Innan tveggja mánaða frá því, að ég steig fæti á land, var ég vígður í hjónaband í kirkjunni, sem ég var rekinn úr fyrir ósæmilegan hlátur. Kaldhæðnilegt var það, að maðurinn, sem rak mig út, fór nú á fjörurnar við konuefnið mitt, meðan stóð á fræðslunni fyrir giftinguna. Áreiðanlega ýtti þetta mér ekki í áttina til trúarbragðanna. Á brúðkaupsdaginn steig þessi maður heilagrar vígslu, skref aftur á bak frá kórtröppunum. Vafalaust hefir það verið af því að sjá þennan unga þorpara standa þarna í skínandi hermannaskrúða — eða vegna sterku lyktarinnar af áfenginu, sem ég hafði fengið mér til að auka mér kjark. Ábyrgðin samfara hjúskapnum var nú lögst á herðar mér. Sölumennska mundi eiga vel við skaplyndi mitt. LFndir hana bjó ég mig af kappi í fáeina mánuði. Svo lagði ég af stað í áttina til takmarksins. Það var nokkuð hátt þá, þótt ekki sé það nú. En það voru fimmtán hundruð sterlingspund í árstekjur,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.