Norðurljósið - 01.01.1976, Blaðsíða 64
64
NORÐURLJÓSIÐ
árekstur yrði, og að ég losnaði við lífið. Ekkert hugsaði ég um
þá, sem lent gætu í því slysi, sem ég ætti sök á.
Mamma mín varð mjög vonsvikin, er hún sá klæðnað minn.
Greinilegt var, hvað hana langaði til að foringi í hernum leiddi
hana, ekki ungur náungi, sem enginn liti á tvisvar. í veitinga-
húsi í vestur-London talaði hún lengi við mig. Svo virtist sem
allt væri rangt, sem ég gerði. Nú yrði ég að komast hærra, þar
sem ég hefði haft stöðu í hernum. Til þess væri tvennt nauð-
synlegt: Ég yrði að gerast frímúrari svo fljótt sem auðið væri.
Þessu gæti hún komið til vegar með aðstoð manna, sem hún
þekkti. í öðru lagi yrði ég að slíta trúlofun minni og stúlkunnar.
Þótt hún væri nógu lagleg, ætti hún engan að bakhjarli og
mundi því skjótlega draga mig niður í göturæsið aftur.
Eitthvað var í mér, sem reis upp gegn þeirri hugmynd, að
ég kæmist áfram með annarra hjálp. Ég sagði berum orðum,
að ég ætlaði að kvongast við fyrsta tækifæri. Ég gæti vel séð
um mig sjálfur. Eigi að síður mætti ég bitrum vonbrigðum.
Enginn þurfti mann, sem átti enga sérþekkingu. Ég hafði vanið
mig á íburðarmikið líf. Vandamálið var peningar, býst ég við.
Skrifstofan, sem greiddi hermönnum laun, hafði óvart sett mér
til tekna laun tveggja manna, sem hétu Smith. Með venjulegri
léttúð og skeytingarleysi eyddi ég þeim báðum. Svo var krafist
endurgreiðslu.
Peningar voru verulegt vandamál, sem átti þó brátt eftir að
versna ennþá meir.
Innan tveggja mánaða frá því, að ég steig fæti á land, var ég
vígður í hjónaband í kirkjunni, sem ég var rekinn úr fyrir
ósæmilegan hlátur. Kaldhæðnilegt var það, að maðurinn, sem
rak mig út, fór nú á fjörurnar við konuefnið mitt, meðan stóð
á fræðslunni fyrir giftinguna. Áreiðanlega ýtti þetta mér ekki í
áttina til trúarbragðanna. Á brúðkaupsdaginn steig þessi maður
heilagrar vígslu, skref aftur á bak frá kórtröppunum. Vafalaust
hefir það verið af því að sjá þennan unga þorpara standa þarna
í skínandi hermannaskrúða — eða vegna sterku lyktarinnar af
áfenginu, sem ég hafði fengið mér til að auka mér kjark.
Ábyrgðin samfara hjúskapnum var nú lögst á herðar mér.
Sölumennska mundi eiga vel við skaplyndi mitt. LFndir hana
bjó ég mig af kappi í fáeina mánuði. Svo lagði ég af stað í
áttina til takmarksins. Það var nokkuð hátt þá, þótt ekki sé
það nú. En það voru fimmtán hundruð sterlingspund í árstekjur,