Norðurljósið - 01.01.1976, Blaðsíða 147
NORÐURLJÓSIÐ
147
í 1. Samúelsbók 28. kafla og í 1. Kronikubók 10. kafla um fall
Sáls, og hvers vegna hann lét líf sitt.
Biblían segir um englana, að þeir séu þjónustubundnir andar,
útsendir í þágu þeirra, sem hjálpræðið eiga að erfa. Hér er ekki
talað um lækningu líkamans, heldur um frelsun sálarinnar, fyrst
og fremst, en eigi að síður eru þeir, sem eiga að frelsast fyrir
trúna á Drottin Jesúm Krist, undir sérstakri vernd þeirra. Og
bömin hafa sinn engil eða engla, sem líta eftir þeim. Matt. 18.
1.-14.
Ég hefi undir höndum bók, sem er saga manns, er var
lækningamiðill. Með honum störfuðu andar, sem sögðust vera
góðir andar. Það kom samt í ljós, er hann fór að hugsa um
hjálpræðið í Jesú Kristi, að þeir voru ekki eins góðir og þeir
höfðu látið. Seinna meir köstuðu þeir grímunni alveg og ofsóttu
hann ofsalega. Þeir voru illir, en létust vera góðir. Þeir læknuðu
með það fyrir augum að táldraga fólkið og leiða það til glötunar.
Svo sem til að staðfesta þetta féklc ég í fyrradag bók eftir
heimsfræga konu meðal trúaðs fólks og margra annarra. Hún
hefir margsinnis rekið illa anda út af fólki með bænum sínum
og skipunum, er hún skipar þeim í nafni Drottins Jesú Krists
að fara út af þeim, sem þeir eru í. Hún er fyllt heilögum Anda
og hefir því kraftinn frá Guði.
Þú mátt ekki gleyma því, sem Lúter segir um Satan í sálmin-
um: ,,Vor Guð er borg á bjargi traust“: Hann segir þar: „Hans
vopn er grimmd og slægð, á oss hann hyggst að herja.“
Láttu ekki slægðina véla þig. Satan er meistari í þeirri grein
að beita slægð. Gleymdu ekki, hvernig hann kom fram, þegar
hann ginnti Evu til að óhlýðnast Guði. Eina vörn okkar er að
fara alveg eftir orði Guðs, prófa allt með því. Þá sigrum við og
getum staðist vélabrögð djöfulsins eins og Drottinn Jesús gerði,
er Satan freistaði hans. Hann vitnaði alltaf í 5 Mósebók, tók
orð sín úr henni, og það er einmitt í henni, sem bannið er gefið
sem bannar að Ieita til andanna. Það er því engin furða, þótt
Satan hati biblíuna og reyni að blása mönnum efasemdum í
brjóst gagnvart henni og kenningum hennar. Með kærri kveðju.
Kæri . ..
Ég þakka þér fyrir bréfið þitt frá 15. þ. m., sem kom í dag.
Guði sé lof fyrir, að hann hefir notað eitthvað af því, sem þú
hefir lesið í Norðurljósinu, þér til blessunar. Hans er dýrðin
fyrir það.