Norðurljósið - 01.01.1976, Page 82
82
NORÐURLJÖSIÐ
nokkra stund gat hann sett fæturna á gólfið. Hann ýtti sér
upp, unz hann stóð skjálfandi á gólfinu. Bráðlega náði hann
jafnvægi, litaðist um og kom auga á hjúkrunarkonuna. Hann
brosti og mælti: „Hjúkrunarkona, hresstu þig upp. Rósirnar
blómstra aftur!“
Drottins þjónninn tók hatt sinn og fór. Er hann ók af stað,
var hann mjög glaður. Hann sagði mér svo: „Áður en ég var
kominn inn í borgina, var ég að hugsa um vandamál mín. Er
ég lagði bifreið minni, sá ég Jóa, vin minn. Hann er kaupsýslu-
maður. Hann sagði við mig: ,,Ég er í vandræðum með fyrirtæki
mitt. Það er lítið verslað. Ég hefi orðið að láta margt af mínu
besta fólki fara, og verst af öllu er það, að sumir þeirra, sem
þarfnast vinnunnar allra mest, hafa orðið að fara.“
Drottins þjónninn fór að votta honum samúð sína. ,,En þá
minntist ég þess, sem komið hafði fyrir í húsinu. Ég sagði:
„Hlustaðu, ég er með góðar fréttir handa þér: Hresstu þig upp.
Rósirnar blómstra aftur.“
Er Iokið var máltíð, gekk hann ofan strætið. Þá mætti hann
þingmanni háraðsins og sagði við hann: „Sæll, Jim, hvernig
gengur það í Washington?“
Er hann mælti þetta, varð þingmaðurinn þungbúinn á svipinn
og mælti: „Jæja, pastor, við eigum í erfiðleikum þar. Ekkert
virðist heppnast. Það lítur út eins og þetta land sé að brotna í
mo!a.“
Þá mælti pastorinn: „Þingmaður, hefir þú ekki gleymt ein-
hverju? Rósirnar blómstra aftur.“
Þingmaðurinn hugsaði sig um eitt andartak og mælti: „Ég
hafði gleymt þessum leyndardómi Iífsins sjálfs, — að rósirnar
blómgast aftur. Þakka þér fyrir, pastor. Þú hefir hresst upp á
daginn.“
Er pastorinn var að aka heim til sín, kom honum í hug að
heimsækja ung hjón. Barnið þeirra hafði verið jarðað fyrir fá-
einum dögum. Þegar hann kom, sá hann, að faðirinn ungi var
kominn snemma heim úr vinnunni. Konan hans sat og starði
annars hugar út í loftið. Þegar hann kom inn, sagði konan við
hann án þess að líta upp: „Pastor, trúir þú á persónulegan
ódauðleika?"
Hann sagði: „Já, ég trúi upprisu hinna dánu í Kristi Jesú.
Ég trúi því, að sá dagur komi, er Guð reisir upp hina dánu.“
„Viljið þér gera svo vel að skýra þetta ofurlítið betur,“ sagði
hún.