Norðurljósið - 01.01.1976, Blaðsíða 138
138
NORÐURLJÓSIÐ
mikillega. Ef Satan reynir að telja okkur trú um það, að syndirn-
ar hvíli enn á okkur, þá verðum við með þessum áðurgreindu
orðum Guðs að reka hann á flótta. Hann er lygari og hefir yndi
af að ljúga, alveg vafalaust. Hví eigum við heldur að trúa lygi
hans en sannleiks orðum Guðs? Hvers vegna eigum við að líta
inn í hjarta okkar, sem er „svikult framar öllu öðru,“ (Jerem.
17.9.) en óhlýðnast vilja Guðs, sem er sá: Að hver, sem sér
Soninn og trúir á hann, hafi eilíft líf“? Að sjá Soninn er að stara
á hann, einblína á hann, festa sjónar á honum, sjá ekkert annað
en hann. Við getum ekki horft í hjarta okkar, meðan við ein-
blínum á Krist. Og trúin er að treysta á, reiða sig á Krist, hvíla
á Kristi með öllum þunga sínum. Hann svíkur eklci. Horfðu á
Krist, ekki á syndirnar. Þær hafa verið teknar af þér og lagðar
á hann.
Við hér munum hafa beðið fyrir þér, þegar eftir að fyrra bréf
þitt kom. Hví skyldi Drottinn ekki svara bæn og lækna þig?
Ég legg hér með rit, sem vera má, að þú getir haft gagn af að
lesa vandlega, flettu upp sérhverri tilvitnun.
3.
Þú segir: „Mig langar svo innilega til að verða Guðs barn og
fá frið í hjarta mitt.“
Hér er enn sama meinið og áður. Þú horfir inn til að gá að
friði sem sönnun þess, að þú sért Guðs barn. Við fáum ekki frið
með því móti, heldur með því að beina augum okkar að Drottni
Jesú Kristi. Hann sagði: „Þetta er vilji föður míns, að hver sem
sér (horfir á, festir sjón á, einblínir á — merkir þetta orð) soninn
og trúir á (festir traust sitt á, reiðir sig á, hvílir á — merkir þetta
orð) Hann, hafi eilíft líf. (Jóh. 6.40). Annað en þetta þarftu ekki
þér til hjálpræðis og svo að játa Jesúm með munni þínum. (Róm.
10.). „Því að ef þú játar með munni þínum Drottin Jesúm og
trúir með hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum,
muntu hólpinn verða“. Þú trúir að sjálfsögðu, að Kristur dó fyrir
syndir þínar og að Guð reisti hann upp frá dauðum, svo að hann
er lifandi, nálægur frelsari nú í dag. Það er orð Guðs, ekki þínar
tilfinningar, friður eða friðleysi, sem skiptir nokkru máli.
Horfðu á Drottin Jesúm.
Það var ekki friður í hjarta Páls postula, þegar hann ritaði:
,,Ég hefi hryggð mikla og sífellda kvöl í hjarta mínu.“ (Róm.
9.2.). í Asíu örvænti hann jafnvel um lífið (2 Kor. 8.). En
þetta var til þess látið koma fyrir hann, að hann skyldi ekki